Tveir þumlar upp fyrir Vildarbörnum Icelandair.
27.10.2007 | 14:37
Þetta er frábært framtak hjá Icelandair að hafa stofnað þennan sjóð og gefa þeim sem mesta þörf hafa til að fara í góða skemmtiferð tækifæri til að láta draum sinn rætast. Ég þekki til nokkurra sem hafa farið í ferð á vegum Vildarbarna Icelandair og allir hafa verið í skýjunum yfir ferðunum. Ég óska öllum þeim sem fengu úthlutað í dag til hamingju með að komast í draumaferðina. En hrósið fær Icelandair fyrir að halda út þessum sjóði og Peggy Helgason sem ég hef grun um að spili stærra hlutverk hjá Vildarbörnum en hún lætur líta út fyrir.
![]() |
40 börn komast í draumaferðina fyrir tilstilli Vildarbarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér svo 1000 falt.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 17:28
Jú satt segir þú það er Peggy Helgason sem átti hugmyndina og er einskonar verndari sjóðsins.
María Anna P Kristjánsdóttir, 27.10.2007 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.