Ætli hún sé ljóshærð?
13.10.2007 | 10:34
Þetta minnir mig á eina sögu þar sem fyrrverandi vinnufélagi minn var að skemmta sér langt fram eftir nóttu og þegar kominn var tími til að fara heim þá fór hann út í bíl og ætlaði að keyra heim þrátt fyrir að vera vel við skál. Eins og svo algengt er með drukkna ökumenn þá komst þessi ekki langt, hann keyrði inn í húsgarð nokkrum tugum metrum frá þeim stað sem ferðin byrjaði. Þar sem garðurinn var töluvert lægri en vegurinn var ekki auðvelt fyrir hann að koma bílnum út úr garðinum, enda er það ekki hægt nema með krana. Þá uppgötvaði hann sér til mikillar gleði að lögreglustöðin væri ekki nema í um 200 metra fjarlægð frá slysstaðnum og hann fór á lögreglustöðina til að biðja þá um aðstoð um að koma bílnum úr garðinum. Lögreglan tók bílinn úr garðinum, en maðurinn var færður í blóðsýnatöku og síðan fékk hann að sofa á lögreglustöðinni og þurfti síðan að taka út sína refsingu.
Ég gaf í skyn að ölvaði ökumaðurinn við Selfoss í nótt hafi verið ljóska, en ég veit ekkert um það. En gamli vinnufélagi minn er dökkhærður karlmaður af færeyskum ættum.
Ölvaður ökumaður bað um aðstoð lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einhvern veginn þá held ég að það sé aukaatriði. Enda verðum við öll jafnvitlaus undir áhrifum áfengis eins og þú bentir á með færeyska vin þinn. En það getur verið gaman að þessari vitleysu
Anna Lilja, 13.10.2007 kl. 11:00
Ætli unga konan fái þvaglegg þvingaðan upp í sig með valdi eins og konan þarna fyrr í vor sem tekin var með valdi af lögreglunni á Selfossi og fékk þvaglegg þvingaðan upp í þvagrás sína???
Gestur Pálsson (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 11:26
Er einhver þörf á þvaglegg þar sem viðkomandi er ekki með neitt múður, ja nema hún biðji sérstaklega um hann.
Þórbergur Torfason, 13.10.2007 kl. 14:07
Já ég er oft ljóshærður í bíl og ég veit hið versta mál kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 13.10.2007 kl. 18:27
Nú ég hélt kannski að þetta hefði verið Hu....
Berglind (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 23:22
Nei Berglind þetta var ekki Hu... Hún hlítur að vera ennþá erlendis, hefur amk. ekki komið í kaffi ennþá .
En ok. ég viðurkenni að ég er bæði ljóshærð og bláeygð, svo hvað segir það ykkur
Fjóla Æ., 14.10.2007 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.