Ég held að kötturinn minn sé hálfviti!
3.9.2007 | 18:34
Stundum efast ég um gáfnafar kattanna minna, en oftast er ég sannfærður um að kisurnar mínar séu vitrustu, elskulegustu og bestu kisur í heimi enda vel ættaðir fjósakettir úr Lundareykjardal. Þannig er að við búum í raðhúsi sem er á tveim hæðum en hluti af húsinu er bara á einni hæð. Það er einn gluggi á annari hæðinni sem snýr að þeim hluta sem er bara á einni hæð. En núna nóg með skýringarnar. Í gærkvöldi heyrðum við eymdarlegt mjálm úti og skildum ekkert í því þar sem báðar kisurnar okkar áttu að vera inni. Við kíktum út og þar var Gormur kominn upp á þakið á bílskúrnum og komst ekkert lengra og mjálmaði og vældi. Ég þurfti að ná í stiga og bjarga kettinum af þakinu og gekk það vel. Við vorum varla komin inn með köttinn þegar við heyrðum aftur svona eymdarlegt mjálm og viti menn kötturinn var aftur kominn í sjálfheldu á þakinu og ég þurfti aftur að sækja stigann og bjarga honum. Núna er glugginn lokaður svo kötturinn verði sér ekki að voða.
Athugasemdir
Wwwhahhahahahah þetta er algjör snild og er ég mikið búin að hlæja af þessari færslu
Berglind (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 19:07
*garg* úr hlátri , hehehehhe,,, kettir eru bara ekki allra, en þessir sem þú átt eru væntanlega bara þrjóskir.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.