Ljósanótt
1.9.2007 | 00:40
Þá er Ljósanótt hafin og það er bara búið að vera gaman hérna í Keflavíkinni. Ég kíkti aðeins niður í bæ í gærkvöldi og skoðaði mig aðeins um. Eftir vinnu í dag fórum við hjónakornin með Hugin í Rjóðrið og þar stendur til að hann verði fram yfir helgi. Í kvöld skelltum við okkur niðrí bæ og þar var fullt af fólki og mjög gaman. Veðrið var fínt nema það að það kom smá rigning af og til, en ég notaði sniðuga uppfinningu sem heitir regnhlíf sem mér varð ekki meint af rigningunni. Dagskráin er frábær alla helgina og er ég núna strax byrjaður að hlakka til morgundagsins og hátíðarinnar.
Ég sá fullt af Njarðvíkingum niðrí bæ áðan þó að margir hafi ætlað að sniðganga Ljósanótt vegna þess að þeim líkaði ekki ljósalagið í ár. Mér finnst margir Njarðvíkingar hafa gert sig að miklu fífli í þessu máli. Ég skil að þeir hafi orðið ósáttir við lagið, en það að sniðganga hátíðina vegna lagsins er stórfurðulegt svo maður tali ekki um níðvísur og fleira í þeim dúr sem fólk hefur skrifað á netið. Ef fólk er ósátt við eitthvað þá á að láta vita af því og fara fram á að slíkt endurtaki sig ekki, hvað ætlast þessir Njarðvíkingar til sem hafa verið sem háværastir? Það eina sem þeir vilja er að sameining bæjarfélaganna gangi til baka. Hingað til hefur Ljósalagið verið algjör aukahlutur á Ljósanótt og ég man ekki eftir einu einasta Ljósalagi hingað til. Núna í fyrsta sinn kemur lag sem er grípandi og gott og fær töluverða spilun á útvarpsstöðvunum þá gala Njarðvíkingar og skyndilega er Ljósalagið orðið hápunktur Ljósanæturinnar.
Athugasemdir
Bjó í Reykjanesbæ til nokkurra ára og fór á ljósanótt. Sammála þér í því að rígurinn er bara rugl. Annars fannst mér að Reykjanesbær vera svolítið fastur í þessum ríg. Þar sem ég var aðflutt, var alltaf verið að gera mér lífið leitt. Ég var að vinna á þessum tíma bæði á stórum jafnt sem litlum vinnustöðum, fór í kór og leikfélagið, til að kannski að kynnast fólki. En eina fólkið sem ég náði að kynnast bjó í nágrannabæjunum. Maðurinn minn, sem ég kynntist meðan ég bjó suðurfrá ( hann er reyndar úr Reykjavík) er alveg sama sinnis. Við reyndum að búa bæði í Njarðvík og Keflavík, en við gáfumst fljótlega upp á þessu strögli og fluttum í bæinn. Þannig að ef bær ætlar að vera vinalegur, þá þarf fólkið sem í honum býr að vera vinalegt líka.
Hef ekki geð í mér til að mæta á ljósanótt... Takið til ykkar sem eigið
fishandchips (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 01:08
Blessaður Mummi,já það er margt skrítið í kýrhausnum.Ég er alinn upp í Njarðvík eins og þú veist en ég gat ekki fundið neitt sem pirraði mig við lagið góða frá Jóhanni alveg ágætislag,og svo verður nú bara að viðurkenna eitt þið eruð betri í Fótbolta við í körfu,hljómar komu jú úr Keflavík og eruð sennilega betri músikmenn en við úr Njarðvík og svo má lengi telja hitt og þetta.Ég bý núna í Reykjanesbæ og á svæði sem tilheirir Keflavík,borga jú lóðagjöld til Njarðvíkinga og ég bara fatta ekki dæmið hvað sé nú hvað og hversvegna svo sé.Þeir sem fara mest í mínar taugar eru Grindvíkingar kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 2.9.2007 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.