Birni Inga líkt við Gomer Pyle.

Vincent D'Onofrio sló fyrst í gegn í myndi Stanleys Kubricks  Full Metal Jacket, þar fór hann með hlutverk Gomers Pyle. Ég er að pæla hvort Birni Inga sé líkt við D'Onofrio eða Gomer Pyle. Eins og flestir vita sem hafa séð þá stórgóðu mynd, þá er Gomer Pyle ekki fyrirmyndar hermaðurinn. Hann getur ekki gert neitt rétt. Hann lagður í einelti af þjálfara sínum og síðan félögum sínum þar sem þeim er refsað fyrir aumingjaskapar hans. Það endar með því að Gomer Pyle skýtur þjálfara sinn síðan sjálfan sig.


mbl.is Ruglað saman við D’Onofrio
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Veistu hvað mér finnst fyndnast við þetta (utan við það að Björn Ingi er ekkert líkur D'Onofrio)? Það er það að fólk skuli stoppa fólk úti á götu og fara að spjalla við það, en þekkir það ekki betur en svo að það fer mannavillt? Ég ber yfirleitt of mikla virðingu fyrir fræga fólkinu að ég hef aldrei stoppað það úti á götu, en ef ég stoppaði einhvern og yrði hreint að tala við hann/hana, þá væri það alla vega einhver sem ég væri virkilega hrifin af - og vissi því hvort þetta væri viðkomandi eða ekki. Ég færi ekki að spjalla við einhvern bara af því að ég held hann sé í sjónvarpinu!!!

En ég ítreka, þeir eru nú ekkert líkir. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.8.2007 kl. 18:46

2 Smámynd: Mummi Guð

Mér finnst þeir ekki heldur neitt líkir, finnst D'Onofrio frekar myndarlegur maður.

Mummi Guð, 24.8.2007 kl. 20:30

3 Smámynd: Haukur Viðar

HAHAHAHA

Hér er færsla eftir mig af www.taflan.org fyrir ca. viku síðan: http://www.taflan.org/viewtopic.php?t=31196

Arnarauga skinkuorgelsins er svei mér athugult

Haukur Viðar, 24.8.2007 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband