Schumacher-reglan?
4.8.2007 | 22:55
Mér finnst það vera hið besta mál að það skuli vera tekið hart á óheiðarleika innan íþrótta. Skrýtið samt hvað Michael Schumacher slapp alltaf við svona refsingar á meðan hann var enn að keppa, samt var hann ókrýndur konungur óheiðarleikans í Formúlunni. Kannski er núna búið að búa til nýja reglur til að reyna að koma í veg fyrir óheiðarleika og óíþróttamannslegar hegðanir, ef svo sé þá ætti reglan að heita Schumacher-reglan í höfuðið á konunginum.
Alonso sviptur ráspólnum í Búdapest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Schumacher var ekki óheiðarlegur nema í öfundaraugum keppinauta.
Jónatan (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 23:28
Jónatan! Bara það sem sjúmmi fékk refsingu fyrir og dæmd stig af honum, segir það ekki eitthvað????????
Sveinbjörn Egilson (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 00:29
Er ekki bara verið að hygla Hamilton ?
María Anna P Kristjánsdóttir, 5.8.2007 kl. 01:14
Ég man ekki eftir einu einasta atviki í F1 þar sem Schumacher gerði sig sekan um svona heimsku.. enda afburða snjall maður og allra besti ökuþór F1 frá upphafi.
Óskar Þorkelsson, 5.8.2007 kl. 01:38
Schumacher sá besti!!!!!!!!!!!!!!Nei Nei.
Halldór (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 03:20
Óskar, það var nú náttúrulega atviðkið hjá Schumacher í Mónakó.
Annars finnst mér árangur Hamilton alveg hreint magnaður og hefði nú verið gaman að sjá hann og Schumacher í keppni gegn hvorum öðrum.
Mér hefur aldrei fundist Alonso vera neitt spennandi ökumaður, og Raikonnen hefur einhvern veginn dalað eftir að hann komst til Ferrari, virðist allt vera einhvern veginn stífara andrúmsloft þar.
Birkir (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 06:33
Ég sé ekki hvað þetta kemur Schumacher við! Hann fékk sínar refsingar eins og aðrir t.d. í Monaco og þegar hann reyndi að keyra Villeneuve út af brautinn í lokmótinu 1997.
Þetta sínir hins vegar það að það geta fleiri orðið súrir heldur en hann og mér finns Alonso vera ansi brothættur um leið og hann lendir í mótlæti. Fer strax að væla eins og sannaðist í fyrra þegar Schumacher dró hann uppi og nú gerir hann sig sekan um afar óheiðarlegan leik gagnvart helsta keppinauti og liðsfélaga.
Steinn (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 09:32
Þetta er alveg hárrét ákvörðun og vonandi verður þessi ákvörðun til góðs fyrir sportið - a.m.k rétt ákvörðun í alla staði. Nú verður Kimi bara að standa sig. Ferrari til sigurs.
Óðinn Þórisson, 5.8.2007 kl. 10:08
Ingólfur H Þorleifsson, 5.8.2007 kl. 10:33
Munurinn er sá að Alonso og Hamilton eru liðsfélagar. Refsing þeirra er líka harðari að því leyti að McLaren fær engin stig í heimsmeistarakeppninni fyrir þennan kappakstur.
Mummi Guð, 5.8.2007 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.