Saga úr umferðinni.

Það hefur vonandi borgað sig fyrir hann að flýta sér svona og hann hefur komist á áfangastað á réttum tíma. Ég reyndar stórefa það. Annað sem kemur mér á óvart er aldur bílstjórans, en hann segir okkur að aldur og þroski fer ekki alltaf saman.

Fyrir rúmu ári þá þurfti ég að fara með Huginn á spítala eftir að hann veiktist heima. Þetta var um miðja nótt sem við lögðum af stað frá Keflavík áleiðis á Barnaspítalann. Ég keyrði á um 100 kílómetra hraða alla Reykjanesbrautina. Eftir að við komum á Barnaspítalann og næstu daga þá var ég oft spurður hvort ég hefði ekki keyrt hratt þessa nótt. Það urðu flestir hissa þegar ég sagði þeim að ég hefði ekki gert það og ástæðan fyrir því að ég keyrði á nánast löglegum hraða er sú að ég hafi verið að flýta mér. Ég taldi mikilvægara að komast örugglega á leiðarenda, heldur að reyna að spara mér kannski 10 mínútur, en eiga hættu á að vera stöðvaður af lögreglu og jafnvel að lenda í umferðaróhappi sem myndi tefja mig mikið.

Boðskapur sögunnar er: ef þið eruð að flýta ykkur, keyrið á löglegum hraða.


mbl.is Tekinn á tæplega 200 km hraða á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Mummi. Þú veist vonandi að umferðarlög leyfa að þú akir í loftinu með veikan soninn. Þú veist að kannski munar um 3 mínútur, hvað þá 10 mínútur fyrir drenginn að skilji milli lífs eða dauða. Það er ástæða fyrir þessu lagaákvæði sem og forgangsakstri sjúkrabifreiða. Hver sekúnda getur skilið milli feigs og ófeigs. Þú hefur kannski vitað að þetta var bara magakveisa hjá stráksa, skulum við vona, ef ekki þá finnst mér þessi "varfærni" akstur þinn  *****.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.7.2007 kl. 00:51

2 Smámynd: Mummi Guð

Þetta var því miður ekki bara magakveisa sem var að hjá Hugin. Um 7 klukkustundum eftir að hann kom á spítalann lést hann en  var endurlífgaður. Honum var síðan haldið sofandi í öndunarvél í nokkra daga á eftir.

Ég veit samt að ég gerði rétt með því að keyra ekki hraðar en þetta. Ástandið var þannig að strákurinn var stabíll og við vissum alveg hvað átti að gera, eftir langa reynslu af hjúkrunarstörfum á Hugin.

Mummi Guð, 23.7.2007 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband