Ekki frétt.

Mér finnst eiginlega vera "ekki frétt". Það ætti ekki að skrifa fréttir um allt sem þessir "aðgerðarsinnar" gera. Það er samt eitt fyndið við þessa frétt, borðinn sem þeir hengdu á Ráðhúsið er borðinn sem þeir ætluðu að hengja á þak Orkuveituhússins. En þeir komust ekki hærra en upp á aðra hæð hússins. Samt kom frétt um það að þessir "ofurhugar" hefðu farið upp á þak Orkuveituhússins.

Mér finnst svo margt pínlegt í sambandi við aðgerðirnar hjá þessum samtökum að það hálfa væri nóg. Til dæmis það að þeir skyldu hengja þennan borða með áletruninni "Vopnaveita Reykjavíkur" á Ráðhúsið, það hefði passað vel við Orkuveitu Reykjavíkur, en af hverju gerðu þeir ekki nýjan borða með slagorði sem hefði passað betur við á Ráðhúsið.


mbl.is Aðgerðasinnar hengdu borða á Ráðhús Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta góðar fréttir. Gott að þetta ágæta fólk lætur í sér heyra. Eitt er víst að Íslendingum er skítsama enda fákunnáttan hér með ólikindum.

Kristján (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 18:29

2 identicon

Þetta eru líka mest megnis óvitar og frekar einfalt fólk.  Ætti frekar að fá sér vinnu og gera eitthvað gagnlegt.  Fólkið sem mótmælti t.d í Kringlunni var í annarlegu ástandi og ekki hefur verið hægt að taka mark á fólki "undir áhrifum" hingaðtil.  Vorkenni þeim sem eru á móti stóriðju því þeirra ágæti málstaður bíður hnekki þegar svona skríll mómælir á ólöglegan hátt.

Villi (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 18:37

3 identicon

Það sem ég skil ekki er afhverju eru þau ekki að mótmæla fyrir utan fyrirtækia eins og ELKO (eru söluaðliar fyrir General Electric ) eða Hekla hf (eru með umboðið fyrir Goodyear dekk). Ég veit ekki betur en þessi (erlendu) fyrirtæki séu með stærstu hergagna samninga við bandaríkjaher.

Maður fer að velta fyrir sér hvort þetta fólk sé hérna vegna þess að við (íslendingar) erum svona lítil í samfélagi þjóða. Við erum auðvelt skotmark.

Kveðja Goggi

Goggi (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband