Stjörnustríðið.

Það er ótrúlegt hvað KR-ingar geta verið slappir, sitja núna í botnsætinu í úrvalsdeildinni og það þrátt fyrir að kaupa alla bestu leikmenn Íslands sem voru á lausu. Pétur Marteins, Atla Jó, Jóa Þórhalls og Óskar Örn og þegar það gekk ekki upp þá bættu þeir Rúnari Kristins á innkaupalistann og hann átti að breyta öllu. Þeir eru með dýrasta þjálfara Íslands og hann er ekki að sýna neitt. Stundum finnst mér eins og hann viti ekki um hvað fótbolti snýr. Hann getur alla vega ekki séð hæfileika í leikmönnum samanber Gunna Kristjáns.

Í kvöld tapaði KR fyrir Víking sem KR-ingar kalla oft KR-B vegna þess að margir leikmenn Víkings eru KR-ingar sem fengu engin tækifæri með KR og þjálfari Víkings er líka KR-ingur.

Nú ætla ég að gefa ykkur KR-ingum ráð, hættið að reyna að kaupa ykkur titil, þá fer þetta kannski að ganga hjá ykkur. Þið getið keypt leikmenn en þið kaupið ekki liðsanda og félagshjarta.


mbl.is KR-ingar sitja á botninum eftir fjóra leiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband