Færsluflokkur: Íþróttir
Schumacher-reglan?
4.8.2007 | 22:55
Mér finnst það vera hið besta mál að það skuli vera tekið hart á óheiðarleika innan íþrótta. Skrýtið samt hvað Michael Schumacher slapp alltaf við svona refsingar á meðan hann var enn að keppa, samt var hann ókrýndur konungur óheiðarleikans í Formúlunni. Kannski er núna búið að búa til nýja reglur til að reyna að koma í veg fyrir óheiðarleika og óíþróttamannslegar hegðanir, ef svo sé þá ætti reglan að heita Schumacher-reglan í höfuðið á konunginum.
Alonso sviptur ráspólnum í Búdapest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sagan endalausa.
24.7.2007 | 18:27
Af hverju finnst mér að Frakklandshjólreiðarnar snúist um lyfjahneyksli á hverju ári. Núna var næst frægasti Kazakstaninn að falla á lyfjaprófi, frægasti Kazakstaninn er að sjálfsögðu Borat og ekki hefur hann fallið á lyfjaprófi. Það er spurning hvor þeirra er þjóð sinni til meiri sóma!
Vinokourov féll á lyfjaprófi í Frakklandshjólreiðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábær sigur.
19.7.2007 | 22:48
Frábær sigur hjá mínum mönnum eftir að hafa lent 0-2 undir. Sýndu mikinn karakter í kvöld. Ánægjulegt líka að bæði Kenneth Gustavsson og Jónas Guðni skulu hafa spilað í kvöld eftir að hafa verið alltof lengi frá vegna meiðsla.
Keflavík lagði Midtjylland 3:2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Til hamingju KR.
19.7.2007 | 20:23
Til hamingju KR, þessi árangur sýnir að liðið gæti staðið sig með prýði í sænsku annarri deildinni.
Án gríns þá fagna ég þessum úrslitum. Þegar íslensk lið eru að keppa í Evrópukeppninni þá styð ég þau.
KR og Häcken skildu jöfn í Gautaborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það vantar yfirlýsingu KSÍ í þessa frétt.
17.7.2007 | 21:49
Það vantar alveg yfirlýsingu KSÍ í þessa frétt en hún er svohljóðandi:
"Knattspyrnusamband Íslands fagnar því að forystumenn ÍA og Keflavíkur hafa náð niðurstöðu vegna atviks sem átti sér stað í leik liðanna í Landsbankadeild 4. júlí sl. KSÍ harmar að markið umdeilda sem samræmist ekki heiðarlegum leik, hafi ráðið úrslitum í leiknum og fer fram á það við leikmenn Knattspyrnufélags ÍA að slíkt endurtaki sig ekki. Jafnframt hvetur KSÍ leikmenn, forystumenn og stuðningsmenn liða til þess að halda vöku sinni og standa vörð um heiðarlegan leik. Með eftirfarandi málalyktum ÍA og Keflavíkur er máli þessu lokið af hálfu KSÍ."
Með öðrum orðum. Það er mat KSÍ að leikmenn ÍA sýndu óheiðarlegan leik og þess er krafist að leikmenn ÍA geri slíkt ekki aftur.
Mark ÍA stendur og sættir hafa náðst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skorað fyrir gott málefni.
14.7.2007 | 18:58
Bæði FH og ÍA Söfnuðu 30.000 krónur fyrir gott málefni, með því að skora eitt mark. FH styrkir Barnaheill, en ÍA styrkir Geðhjálp. Ætli það sé tilviljun að lið sem Guðjón Þórðarson þjálfar styrkir Geðhjálp? Ég bara spyr.
FH og ÍA skildu jöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Þá getum við einbeitt okkur að deildinni."
10.7.2007 | 22:25
Ég ákvað að leggja þjálfara KR þessi orð í munn. Þetta er nefnilega vinsælasta setning sem þjálfari getur sagt eftir að hafa verið sleginn út úr bikarnum. Þetta er líka ein heimskulegasta setning sem hægt er að segja þar sem að auðvitað eiga lið í efstu deild að geta haldið einbeitningu þó þau séu að spila í bæði deild og bikar. Mér finnst alltaf að sá sem segir þetta sé lúser sem er að reyna að réttlæta slæma stöðu liðsins síns.
Ég held að það sé ekki gaman að vera KR-ingur í dag, liðið situr eitt á botni deildarinnar og ekkert annað en fall bíður liðsins úr efstu deild, það þarf að minnsta kosti mikið að breytast til að KR falli ekki í haust. Síðan er liðið dottið út úr bikarnum og það í fyrstu umferðinni.
Valur vann KR í vítaspyrnukeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Salomon-dómur.
7.7.2007 | 20:54
Ég heyrði eina tillögu að sátt á milli Keflavíkur og Akranes í sambandi við leikinn fræga síðan á miðvikudag. Það er að leikurinn verði dæmdur ógildur og ekkert stig fæst fyrir leikinn. Mér finnst þetta vera besta tillagan sem hefur komið hingað til, enda finnst mér fáránlegt að Akranes skuli fá að hagnast á óheiðarleikanum. Þessi dómur væri líka góð viðvörun til þeirra sem hugsa um að fá hagstæð úrslit með óheiðarlegum hætti.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ótrúleg upphæð.
7.7.2007 | 20:41
Peningaupphæðirnar sem eru í fótboltanum núorðið eru hærri en nokkur meðalmaður getur skilið. En þessi upphæð er gjörsamlega óskiljanleg. Af hverju er West Ham að borga tveim milljónum pundum meira en Liverpool gerði fyrir ári síðan? Ekki er það vegna þess að hann stóð sig svo vel hjá Liverpool. Hans verður minnst hjá Liverpool fyrir hvernig hann mundaði golfkylfuna í æfingaferðinni í Portúgal og að Liverpool skyldi selja hann með hagnaði.
Hvað West Ham er að pæla með því að kaupa Bellamy skil ég ekki og það fyrir þessa upphæð, mér finnst þetta vera verri kaup en þegar Newcastle keypti Joey Barton og þá er mikið sagt. En ég er enginn framkvæmdastjóri hjá ensku liði og eigum við ekki að vona að þeir sem stjórna þessum liðum vita hvað þeir eru að gera.
Bellamy til West Ham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég er útskúfaður!
6.7.2007 | 20:51
Að undanförnu hefur mikið verið rætt um markið sem Bjarni Guðjóns skoraði gegn Keflavík á miðvikudaginn og hef ég farið mikið í því. Ég veit líka að ég er ekki hlutlaus, ég er Keflvíkingur og ég var á leiknum og sá hvað gerðist. Ég tel mig líka hafa töluvert vit á fótbolta, ég hef fylgst með fótbolta frá því ég man eftir mér, ég hef starfað í mörg ár í kringum knattspyrnuna og auk þess hef ég verið að dæma í mörg ár. Þá er ég bara einlægur aðdáandi fótbolta sem ég lít á sem listgrein frekar en afþreyingu.
Eins og áður sagði þá hef ég látið mína skoðun í ljós og það að mér finnst stórlega brotið á Keflvíkingum í kringum þennan leik og þetta atvik. Ég skil ekki af hverju allir eru svona brjálaðir út í Keflvíkinga fyrir að verða reiðir þegar Skagamenn svindluðu í leiknum. Þetta svindl kostaði Keflvíkinga stig og það virðist engu skipta hjá sumum. Bjarni baðst afsökunar og þá á allt að vera í lagi! Þetta er eins og ég megi fara niður í bæ, berja mann til óbóta og brjóta gleraugun hans og ef hann fer eitthvað að kvarta þá biðst ég bara afsökunar og málið er búið.
Þó ég hafi látið mína skoðun í ljós, þá hef ég reynt að halda mér á mottunni og ekki verið að segja frá því sem ég veit en hefur ekki komið fram í fjölmiðlum. Samt tók blog.is sig til og lokaði á mig þannig að ekki var hægt að komast inn á síðuna mína frá fréttunum sem ég bloggaði við. Mér finnst þetta furðulegt sérstaklega þegar aðrar bloggfærslur fá að standa sem eru miklu grófari.
Ég nenni ekki að skrifa meira um þetta mál, er það ekki vegna þess að ég var lokaður út af blog.is, heldur frekar vegna þess að ég er búinn að koma mínum skoðunum á framfæri. Ég mun samt taka upp þráðinn ef eitthvað gerist meira í þessu máli. Vonandi hafa Keflvíkingar betur þar sem þeir eru að berjast fyrir heiðarlegri knattspyrnu.
Að lokum vil ég skella inn þræði og spyr ykkur, minnir þetta mark ykkur á eitthvað atvik sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu? Linkurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)