Færsluflokkur: Maður vikunnar

Maður vikunnar: -Ólafur F Magnússon.

Maður vikunnar er að þessu sinni Ólafur F Magnússon borgarstjóri í Reykjavík. Heiðurinn og titillinn fær hann ekki fyrir plottið sem gerði hann að borgarstjóra, heldur fyrir að spara ríkissjóði Íslands hundruði milljóna. Hann var svo klár að ákveða að kaupa Laugaveg 4-6 áður en Þorgerður Katrín náði að friða húsin. Ef Ólafur hefði beðið í nokkra daga með að kaupa kofana þá hefði þessi hundruð milljón króna reikningur fallið á ríkissjóð. En þökk sé Ólafi þá þurfa skattgreiðendur í Reykjavík að greiða fyrir kofana.

Annað sem kemur á óvart í þessu kofamáli. Hvernig stendur á því að húsfriðunarnefnd leggur til að kofarnir verða friðaðir vegna menningarlega verðmæta, en um leið og borgin kaupir kofana þá eru þeir ekki lengur menningarleg verðmæti og húsfriðunarnefnd dregur óskina um friðun til baka!

Ólafur F Magnússon

Maður vikunnar: Ólafur F Magnússon borgarstjóri.


Maður vikunnar: -Brynjólfur Árnason.

Maður vikunnar að þessu sinni er Brynjólfur Árnason sveitastjóri í Grímsey og fyrrverandi umboðsmaður Olíudreifingar í Grímsey. Brynjólfur er fyrsti maðurinn sem nær að taka eitthvað til baka af því sem olíufélögin hafa stolið af landsmönnum í gegnum árin og fyrir það er hann dæmdur til skilorðsbundins fangelsis. Þrátt fyrir að hafa borgað allt til baka sem hann tók af Olíudreifingu, þannig að hann ólíkt olíufélögunum stal engu, heldur fékk að láni og það til að halda hita á sér og sínum.

Brynjolfur Arnason

Maður vikunnar: Brynjólfur Árnason.


Maður vikunnar: -Huginn Heiðar Guðmundsson.

Maður vikunnar að þessu sinni er litla/stóra Hetjan mín, hann Huginn Heiðar. Titilinn fær hann fyrir að vera svona yndislegur eins og hann er og í tilefni 3ja ára afmælisins hans í síðustu viku.

Huginn Heiðar

Maður vikunnar: Huginn Heiðar Guðmundsson.


Maður vikunnar: -Jóhanna Sigurðardóttir.

Maður vikunnar að þessu sinni er Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Hún fær titilinn fyrir að leggja fram úrbætur á lögum um málefni langveikra barna. Hún stígur það skref sem fyrri ríkisstjórn þorði ekki að taka, til að hafa jafnrétti á milli allra langveikra barna. Auk þess er gengið lengra en áður í að aðstoða foreldra langveikra barna.

jóhanna Sigurðardóttir

Maður vikunnar: Jóhanna Sigurðardóttir.


Maður vikunnar: -Eyjólfur Sverrisson.

Maður vikunnar að þessu sinni er Eyjólfur Sverrisson landliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. Hann fær titillinn vegna ótrúlegs árangurs íslenska landsliðsins í vikunni, fyrst tap á heimavelli gegn Lettlandi 2-4 og síðan þegar Íslenska þjóðin var niðurlægð í Vaduz á miðvikudagskvöld 3-0. Það eina jákvæða við þann leik var það hversu gaman var að sjá leikmenn Liechtenstein fagna sigrinum. Enda ekki oft sem svona lélegt lið eins og íslenska landsliðið kemur í heimsókn til þeirra.

eyjólfur sverrisson

Maður vikunnar: Eyjólfur Sverrisson.


Maður vikunnar: -Lottóvinningshafinn.

Maður vikunnar að þessu sinni er Akureyringurinn heppni sem vann rúmlega 105 milljónir í Víkingalottóinu. Ég vona að þessir peningar komi manninum og fjölskyldu hans vel og verði til þess að þau geti átt gott ævikvöld.

lotto

Maður vikunnar: Lottóvinningshafinn.


Maður vikunnar: Löggæslan.

Maður vikunnar að þessu sinni eru þeir aðilar sem stóðu að því að upplýsa fíkniefnamálið á Fáskrúðsfirði í vikunni og handtóku síðan höfuðpaurana í málinu. Það er Lögreglan og Landhelgisgæslan.

logreglan2   skjaldarmerki     landhelgisgæslan

Menn vikunnar.


Maður vikunnar: Katrín Ómarsdóttir.

Maður vikunnar að þessu sinni er Katrín Ómarsdóttir knattspyrnukona úr KR. Katrín hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar en missti samt af úrslitaleik Íslandsmótsins þar sem hún ökklabrotnaði illa á furðufataæfingu hjá KR skömmu fyrir þýðingamesta leik sumarsins. Ökklabrotsins má rekja til þess að hún mætti á æfingu á vöðlum en sneri sig illa strax í byrjun æfingarinnar. Ég sendi Katrínu samúð mína en hvað var þjálfarinn að pæla að vera með furðufataæfingu rétt fyrir mikilvægasta leik sumarsins.

Katrín Ómarsdóttir

Maður vikunnar: Katrín Ómarsdóttir.


Maður vikunnar: -Jón Gnarr.

Maður vikunnar er Jón Gnarr eða Júdas eins og hann er þekktur núna eftir sjónvarpsauglýsingin var frumsýnd sem sýnir síðustu kvöldmáltíðina. Jón er höfundur auglýsingunnar og finnst mér að honum að hafi tekist vel upp og gert góða auglýsingu með þessu viðkvæma viðfangsefni og hneyksla óvenju fáa. Meira að segja Gunnar í Krossinum var ekki hneykslaður og segir það mikið um gæði auglýsingarinnar.

Jón Gnarr

Maður vikunnar: Jón Gnarr.


Maður vikunnar. -Lögregluvarðstjórinn.

Maður vikunnar að þessu sinni er lögregluvarðstjórinn sem lét skutla sér upp í Leifsstöð í lögreglubíl með forgangljósum og á ofsahraða. Á sama tíma og almenningur eru búnir að fá sér fullsaddann af ofsaakstri ökuníðunga og búið er að stórþyngja refsingu við níðingsakstri, þá misnotar lögregluvarðstjórinn vald sitt og traust og gerir undirmenn sína samseka sér með því að skutla sér á ofsahraða í gegnum Reykjavík og eftir Reykjanesbrautinni. Allt vegna þess að hann var of lengi að strauja skyrtuna sína.

Í síðustu viku þá tók lögreglustjórinn dómsátt um að greiða 200.000 krónur í sekt. Ég er nokkuð hlutlaus um þessa sekt, ég veit ekki hvort hún sé há eða lág, mér finnst það kannski ekki skipta höfuðmáli í þessu. Aftur á móti er ég með ákveðnar skoðanir á því hvort þessi lögregluvarðstjóri eigi að halda vinnunni eða ekki. Lögreglustjórinn braut vinnureglur lögreglunnar gróflega, hann gerði þetta af yfirlögðu ráði og á sér engar málsbætur, ég tel það að missa af flugi séu ekki málsbætur. Ef ég myndi brjóta vinnureglur á mínum vinnustað eins og hann gerði þá yrði ég rekinn. Ég tel að lögreglustjórinn eigi að vera rekinn úr starfi, þar sem hann hefur skaðað lögregluna með  því sýna þennan dómgreindarbrest, hann hefur sýnt það að hann virðir ekki landslög og geti þess vegna ekki sinnt sínu starfi.

lögreglan að störfum.

Lögreglan að störfum.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband