Færsluflokkur: Bloggar
Er þetta viðunandi?
13.6.2007 | 12:31
Það er ekki hægt að segja að þetta sé góður árangur. Ísland situr núna í 109 sæti ásamt Azerbadijan. Listinn er mjög forvitnilegur og má sjá á honum mörg landslið sem eru ofar en Ísland á listanum en samt teljum við þessi lönd standa Íslandi langt að baki í knattspyrnunni. Lönd eins og Botswana, Gabon, Benin, St. Vincent, Equatorial Guinea, Bahrain, Mozambik, Haiti, Zimbabve, Jordanía. Qatar, Kýpur, Grænhöfðaeyjar, Oman, Burkina Faso, Zambia og Uzbekistan. Ég hálf partinn skammast mín fyrir það að Ísland sé lélegra í fótbolta en þessi lönd og þrátt fyrir að Geir Þorsteinsson segi að þessi listi skiptir engu máli, þá gerir hann það eða gerir hann það bara þegar Ísland er ofarlega á listanum?
Kíkjum á annað, það er hversu mikið Ísland hefur fallið á listanum síðan Guðjón Þórðar hætti með liðið.
1999: 43 sæti.
2000: 50 sæti.
2001: 52 sæti.
2002: 58 sæti.
2003: 58 sæti.
2004: 93 sæti.
2005: 94 sæti.
2006: 93 sæti.
2007: 109 sæti.
Er þetta viðunandi?
![]() |
Ísland í 109. sæti á FIFA listanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vantar upplýsingar á...
12.6.2007 | 23:16
Til að draga úr þessum óhöppum þá held ég að það væri sniðugt að hafa upplýsingar á pólsku um að það sé bannað að keyra á flugvélar.
![]() |
Óhöppum hefur fjölgað á Keflavíkurflugvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lífið án fjarstýringar.
12.6.2007 | 23:12
Við lentum í þeirri skelfilegri lífsreynslu í gærkvöldi að fjarstýring fyrir sjónvarpið drukknaði í kók-fljóti. Við það hætti fjarstýringin að virka og við þurftum að horfa á sjónvarpið án þess að vera á stöðugu flakki á milli stöðva. Þegar ég vaknaði í morgun var mitt fyrsta verk að athuga með fjarstýringu, batteríið var sett í og jú hún virkaði. Nema það að það eina sem hún gerði var að kveikja og slökkva á sjónvarpinu aftur og aftur. Það er lítið gaman að horfa á sjónvarpið þannig, svo að nú þurfti að leggja höfðið í bleyti. Fjarstýringar nú til dags eru einnota svo ekki var hægt að taka hana í sundur. Þar sem ég úrskurðaði að fjarstýringin væri ónýt þá var í lagi að gera það eitthvað óhefðbundið til að reyna að bjarga henni. Það varð úr að fjarstýring fór í heita sturtu og síðan í þurrkun á heitum ofni og viti menn í kvöld virkaði fjarstýringin fullkomlega og við erum búin að vera á stöðugu rása flakki við að reyna að vinna upp gærkvöldið.
Boðskapurinn á þessari sögu er:
1. Ekki hella kóki yfir sjónvarpsfjarstýringuna.
2. Ekki missa tökin á þér þó fjarstýringin sé biluð.
3. Láttu konuna sjá um að bjarga fjarstýringunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klárir þjófar.
12.6.2007 | 17:53
Helv.. eru þeir góðir þjófarnir í Albaníu að stela úrinu svona af Bush. Varðandi það að lífverðirnir hafi tekið úrið af honum er bara til að skemma góða sögu og síðan má spyrja, af hverju tóku lífverðirnir úrið af honum ef þeir hafi gert það? Er það ekki til því yrði ekki stolið!
![]() |
Armbandsúri George Bush stolið í Albaníu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frábært.
12.6.2007 | 12:24
Þetta eru frábærar fréttir, enda er ég búinn að fá leið á að fá bara slúðurfréttir af Paris Hilton. Síðan eru fréttirnar af Britney alltaf miklu líflegri.
![]() |
Britney og Kevin saman á ný? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef verkefni handa henni.
11.6.2007 | 23:39
Mér líst ágætlega á Hönnu Katrínu sem aðstoðarmann Guðlaugs Þórs. Ég hef reyndar smá verkefni handa henni, það er að taka aðeins til á sjúkrahúsinu í Keflavík og vil ég benda henni á heimasíðu sonar míns sem er langveikt barn og fær enga þjónustu frá þeirri stofnun, þrátt fyrir að eiga allan rétt á því.
![]() |
Hanna Katrín Friðriksson aðstoðarmaður heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá er bara að bíða.
11.6.2007 | 21:48
Ég var víst þarna á ferðinni um helgina. Ætli ég verði ekki bara bíða og sjá hvort ég hafi verið einn af þessum 429.
![]() |
429 teknir fyrir að keyra of hratt á Bústaðavegi um helgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Til hamingju.
9.6.2007 | 11:40
Til hamingju Austfirðingar, þetta er eitt stærsta framfaraskref sem stigið hefur verið fyrir Austfirðinga í marga áratugi að minnsta kosti ef ekki frá upphafi. Álverið mun tryggja uppbyggingu landssvæðisins og koma í veg fyrir fólksflótta þaðan. Og aftur til hamingju.
![]() |
Álverið á Reyðarfirði opnað í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Greyið konan.
8.6.2007 | 22:09
Hvenær ætlar ameríska réttarkerfið að láta Paris í friði, þetta kallast einelti. Má konu greyið ekki njóta þess að lifa í sínum heimi. Af hverju þarf hún að fara eftir lögum eins og aðrir?
![]() |
Hilton send aftur í fangelsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það ætti að flengja hana...
8.6.2007 | 11:06
Paris Hilton er dæmi um manneskju sem er fræg fyrir það að eiga ríka foreldra. Hún starfar við það að vekja á sér athygli og gengur henni mjög vel í því starfi. Núna Þegar hún er hefur verið dæmd til fangelsisvistar þá biður hún um hjálp hjá ríka og fræga fólkinu til að losna undan fangavistinni og að sjálfsögðu kemst hún upp með það.
Ég held að fangelsisvistin geri lítið gagn fyrir hana og hún verður bara enn frægari fyrir vikið. Ég legg til að í stað fangelsisvistar þá verði einhver fenginn til að flengja hana almennilega, en það versta við þá refsingu er að ég held að henni mun örugglega þykja það gott að láta flengja sig.
![]() |
Parísi Hilton gert að mæta aftur fyrir dómara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)