Það á að klára að segja fréttina.
23.11.2007 | 18:18
Mér finnst eins og þess frétt sé bara hálfsögð, þar sem ekki kemur fram í fréttinni hvaða mynd konan var að horfa á. Ég sem mikill aðdáandi hryllingsmynda hefði alveg viljað fá að vita hvaða mynd þetta var svo ég gæti gert mér betur grein fyrir hvort ástæða hefði verið hjá konunni til að öskra svo mikið að það þurfti að kalla til lögreglu.
Ég gerði einu sinni þau mistök að horfa á hryllingsmynd einsamall, ég var heima með elsta syninum sem þá var kannski 4-5 ára og tók upp á því að horfa á myndina Pet Sematary eftir að hann var sofnaður. Myndin var töluvert meira spennandi og óhugnaleg en ég átti von á og þegar ég var um það bil að springa af hræðslu þá vaknaði guttinn og kom til mín og skreið í fangið á mér og bjargaði heilsu minni.
![]() |
Hjálparkall vegna hryllingsmyndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Syrgir þjóðin Smith?
20.11.2007 | 23:45
Ég vona að íbúar Zimbabve syrgi Ian Smith. Reyndar þekki ég ekki vel hvernig þjóðarleiðtogi hann var og hef grun um að kynþáttamisrétti hafi verið við lýði líkt og í Suður-Afríku á þessum tíma. En íbúar Suður-Afríku völdu ekki svarta öfgamenn til að stjórna sínu landi þegar aðskilnaðarstefnunni lauk eins og Rodesíumenn gerðu, heldur nýttu þeir vitneskju og hugvit hvíta mannsins til að halda áfram að byggja upp landið og þess vegna er Suður-Afríka núna öflugusta og ríkasta land Afríku.
Á sama tíma komst öfgamaðurinn Robert Mugabe til valda í Rodesíu og lét breyta nafninu í Zimbabve, hann hefur stjórnað landinu af harðri hendi síðan. Unnið markvisst að því að drepa alla hvíta bændur eða flæma þá og vitneskjuna úr landi. Hann hefur náð þeim ótrúlega árangri að landbúnaður hefur dregist saman um 80% síðan hann komst til valda. Verðbólgan í landinu er um 7.600%, Þökk sé Mugabe. Sagan mun setja Mugabe á sama stall og Idi Amin, Pol Pots og Adolf Hitler.
Þess vegna endurtek ég upphafsorð bloggsins, ég vona að íbúar Zimbabve syrgi Ian Smiith.
![]() |
Fyrrum forseti Ródesíu látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hetjan (með stóru H-i) á afmæli í dag.
18.11.2007 | 00:20
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Huginn. Hann á afmæli í dag. Huginn Heiðar litla/stóra hetjan mín er 3ja ára í dag. Drengurinn hefur verið duglegur að koma öllum á óvart og er enn að koma okkur og læknunum á óvart. Ég tek við afmæliskveðjum í athugasemdum og Huginn tekur á móti afmæliskveðjum á heimasíðu sinni.
Afmælisbarnið Huginn Heiðar Guðmundsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tvöfaldur misskilningur.
17.11.2007 | 09:26
Ekki nóg með það að Kári hafi misskilið það að hann væri kominn í landsliðið þegar KSÍ faxaði til AGF að hann þyrfti að vera viðbúinn því að vera valinn í landsliðið. Heldur er líka misskilningur hjá honum að halda að hann sé besti varnartengiliður Íslands. Það er allt í lagi og gott að vera með mikið sjálfstraust, en menn verða að vita hvenær þeir eiga að þegja og hugsa í hljóði. Kári þú ert ekki besti varnartengiliður Íslands.
![]() |
Misskilningur hjá Kára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Maður vikunnar: -Jóhanna Sigurðardóttir.
17.11.2007 | 09:14
Maður vikunnar að þessu sinni er Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Hún fær titilinn fyrir að leggja fram úrbætur á lögum um málefni langveikra barna. Hún stígur það skref sem fyrri ríkisstjórn þorði ekki að taka, til að hafa jafnrétti á milli allra langveikra barna. Auk þess er gengið lengra en áður í að aðstoða foreldra langveikra barna.
Maður vikunnar: Jóhanna Sigurðardóttir.
Maður vikunnar | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið tap á einum degi.
16.11.2007 | 22:13
![]() |
Ríkasti maður Noregs tapaði 19 milljörðum á einum degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að nenna ekki skrifa nafn barnsins síns.
16.11.2007 | 10:45
Það er fátt sem fer eins mikið í taugarnar á mér og fólk sem skammstafar nöfn barnanna sinna, en það er ótrúlega algengt að fólk gerir það. Ég var að lesa blogg um daginn og þar skrifaði móðirinn alltaf nafn barnsins síns í skammstöfum. Það skiptir ekki máli hvað nafnið er, við getum kallað stelpuna Jóna Jórunn (vona að enginn heiti þessu nafni þó það sé ekki slæmt) og mamman skammstafaði nafnið alltaf JJ. Ég myndi aldrei skammstafa nöfn barnanna minna svona, ég myndi aldrei tala um Hugin Heiðar sem HH.
Ég skil auðvitað að það sé þægilegra að skammstafa nöfn barnanna, eins og til dæmis þegar verið er að merkja fatnað og slíkt, en ekki þegar það er verið að blogga um barnið og nafnið er skammstafað vegna þess að skrifarinn nennir ekki að skrifa allt nafnið. Fyrir ykkur sem nennið ekki að skrifa nafn barnanna ykkar, skírið börnin stuttum nöfnum eins og Ýr eða Jón.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Útsvar á RÚV í kvöld.
16.11.2007 | 00:21
Í kvöld verður sýndur spurningaþátturinn Útsvar á RÚV eins og flest föstudagskvöld. Keppnin í kvöld verður óvenju spennandi fyrir það að minn bær, Reykjanesbær mun keppa við Ísafjörð. Í liði Ísafjarðar eru Halldór Smárason og moggabloggararnir Ragnhildur Sverrisdóttir og Ólína Þorvarðardóttir. Í liði Reykjanesbæjar eru valinkunnir menn, Guðmann Kristþórsson bókasafnsfræðingur og Liverpool maður, Ragnheiður Eiríksdóttir sem er þekktust sem Heiða í Unun og loks Júlíus Freyr Guðmundsson sem er eins og nafnið gefur til kynna sonur Keflavíkurgoðsagnarinnar Rúnna Júll.
Það er annað sem vekur athygli mína við þetta val á liði Reykjanesbæjar, það er að liðið eingöngu skipað Keflvíkingum, en engum Njarðvíkingum. Eins og allir muna þá urðu Njarðvíkingar bandbrjálaðir þegar Ljósalagið var frumflutt skömmu fyrir Ljósanótt þar sem sungið var um Keflavík. Margir Njarðvíkingar gengu svo langt að sniðganga Ljósanótt. Núna er spurning hvað ætla Njarðvíkingar gera núna? Ætla þeir að segja upp áskriftinni á RÚV?
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Erfitt líf hjá áströlskum jólasveinum.
15.11.2007 | 19:23
Það er ekki nóg með að ástralskir jólasveinar þurfa að þola sumarhita yfir jólin, heldur þurfa þeir núna að lifa við ritskoðað málfar. Eftir þessa frétt þá skil ég betur textann við lagið sem Gilzenigger og félagar fluttu í Laugardagskvöldum, ho ho ho, we say hey hey hey.
Ástralski Kjötkrókur býr sig undir jólin við sláttur.
![]() |
Jólasveinninn má ekki segja hó hó hó! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er eitthvað að hjá Lögreglunni.
15.11.2007 | 15:10
Þann 11. nóvember 2006, fyrir rúmu ári síðan var ég stöðvaður af lögreglunni fyrir of hraðan akstur. Er þetta í fyrsta sinn í ein 12-15 ár sem lögreglan stöðvar mig. Ég var mældur á 98 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 á Reykjanesbrautinni við vogaafleggjara. Núna ári síðar fæ ég póst þar sem mér er boðð að ljúka málinu með dómssátt, greiðslu upp á 20.000 krónur og ef ég viðurkenni brotið innan 14 daga þá verður sektin 15.000 krónur. Þar sem ég var að fara erlendis ákvað ég að reyna klára málið og fer til sýslumanns og skrifa undir viðurkenninguna og mér er tjáð að ég hafi 30 daga til að borga sektina til að halda afslættinum.
Þegar ég kem eftir helgardvöl í London greiði ég sektina í heimabankanum og allt í lagi með það. Þó ég hafi 30 daga til þess greiddi ég sektina innan viku. Tveim dögum síðar fæ ég sendan póst frá Sýslumanninum og innheimtumiðstöð sekta og sakakostnaðar (Af hverju þarf að láta nýjar stofnanir heita svona löngum nöfnum?) Í bréfinu frá sýslumanninum var kvittun fyrir fyrir sektargreiðslunni og í bréfinu frá innheimtumiðstöð sekta og sakakostnaðar er mér bent á að ef ég greiði ekki sektina innan 30 daga þá verði krafist fjárnáms hjá mér.
Ég hélt að þegar ég skrifa undir viðurkenninguna á brotinu þá fengi ég 30 daga til að borga sektina, án þess að fá hótanir. Síðan er spurning úr því að innheimtumiðstöð sekta og sakakostnaðar sem svona umhugað um að rukka mig sem fyrst af hverju líður tæpt ár frá því ég er stöðvaður þar til ég fæ sektina. Mér finnst þetta óþolandi af lögreglu, ef maður er stöðvaður af lögreglu og er kærður fyrir umferðarlagabrot, þá finnst mér að lögreglan eigi að hafa hámarki 3-4 vikur til senda sektina frá sér. Á ég kannski næst von á að fá sekt fyrir umferðarlagabrot sem ég framdi fyrir 5 árum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)