Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Fáránlegar reglur.

Það er ágætt að svona mál koma upp af og til, sem sýna hvað margt er óeðlilegt boltanum. Í þessu tilfelli er Burnley í mjög slæmri stöðu þar sem þeir mega ekki gera atvinnusamning við Cofie, þar sem hann er barn og má ekki samningsbinda sig fyrr en hann er orðinn 17 ára. Aftur á móti þá má hann hafa umboðsmann og þeir eru ansi duglegir að rugla í leikmönnum og foreldrum þeirra þegar barn á í hlut.

John BostockSimon Jordan eigandi Crystal Palace hefur verið duglegur að gagnrýna þetta fáránlega fyrirkomulag, þar sem barn má hafa umboðsmann en ekki gera atvinnusamning. Gott dæmi er John Bostock leikmaður Crystal Palace, hann er fæddur 1992 og er þegar búinn að vinna sig inn í byrjunarlið liðsins. Hann má ekki gera atvinnusamning fyrr en hann er orðinn 17 ára eða eftir tvö ár. Samt er hann búinn að vera með umboðsmann í nokkur ár, hann komst í fréttirnar í fyrra þegar Arsenal, Chelsea og Barcelona fóru að rífast um hann, en liðin gleymdu að hann er Palace maður og þar sem Palace telst lítið félag þá eru stóru liðin farin að eigna sér hann. Bostock er uppalin hjá Palace og hefur verið hjá þeim síðan hann var 7 ára.

Eins og staðan er núna og til dæmis Chelsea vill fá Bostock þá getur Palace ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Chelsea gæti samið við umboðsmanninn í dag og Bostock væri farinn til þeirra á morgun, Palace ætti rétt á einhverjum uppeldisbótum sem yrðu sennilega um 500.000 pund. Það eina sem Palace gæti gert ef Bostock myndi semja við Chelsea er að reyna að fara samningaleiðina til að fá sem mest fyrir hann, það er það sem Burnley hefur sennilega gert í sambandi við Cofie. Ekki gagnrýna Burnely fyrir að selja hann, gagnrýnið þessar fáránlegu reglur um að ungir leikmenn mega hafa umboðsmenn, en ekki gera atvinnusamning.

Update. Á heimasíðu Burnley segir frá því að Cofie hafi neitað að mæta á æfingu hjá Burnley í vikunni og sagt þeim að hann myndi ekki mæta aftur á æfingu hjá þeim. Þess vegna hafi Burnley neyðst til að selja Cofie. Spurningin er, hvernig stendur á því að 14 ára barn sýni svona hörku í viðskiptum. Ég held að það sé vegna þess að umboðsmaður hans hafi séð meiri peninga hjá Manchester United. Umboðsmaður er ekki endilega að hugsa um velferð leikmannsins, hann er meira að hugsa um hvað hann hefur út úr honum.


mbl.is Man.Utd. kaupir 14 ára strák frá Burnley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil rannsóknarvinna hjá honum.

Það fer ekki á milli mála að þessi breski maður er vel brenglaður, en ég hef grun um að hann sé ekki vitlaus. Hann hefur greinilega lagt mikla vinnu í að finna út konurnar sem hann hringdi í. Það er ekki nóg að sjá einhverja konu labba inn í líkamsræktarstöðina til að geta hringt í þær. Í fyrsta lagi þá hefur hann þurft að komast að því hvað konan hét og síðan að finna símanúmerið hennar. Samkvæmt fréttinni ónáðaði maðurinn margar konur svo hann hefur verið klár í rannsóknarmennskunni.


mbl.is Nærfatadóni fangelsaður í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öxulveldi hins illa.

Fyrir nokkrum árum sagði George W Bush frá öxulveldum hins illa og fékk mikla gagnrýni og reyndar hrós frá öðrum. Sjálfur hef ég lítið álit á nokkrum löndum og vil ég nefna þau líka sem öxulveldi hins illa. Löndin sem ég hef svona lítið álit á eru Norður-Kórea, Zimbabve og Tyrkland og ekki endilega í þessari röð. Álit mitt byggist ekki á fólkinu sem í því býr, heldur af stjórnarfarinu þar og lögum sem þar eru í gildi.

Zimbabve HouseÞess vegna kom mér það mjög á óvart þegar ég var í London að ég gekk fram á glæsilegt hús í hjarta borgarinnar, rétt við Trafalgar-torg. Húsið er hornhús við vinsæla götu á frábærum stað og er glæsilegt í alla staði. Það sem vakti áhuga minn á þessu húsi sem er örugglega gríðarlega verðmætt, er það að það heitir Zimbabve House og hýsir ferðamálaupplýsingar fyrir Zimbabve. Ég verð að segja fyrir mitt leiti að það þarf meira en flott hús og flotta umgjörð til að fá mig til að fara til Zimbabve. Það sem mér finnst skjóta skökku við þetta er það að landið er gríðarlega fátækt og með forseta eða einræðisherra sem er uppfullur af fordómum og er gjörspilltur og á meðan hann og hans fitna á ríkisspenanum þá svelta aðrir landsmenn. Á þessu ári hefur verðbólgan mælst í tugþúsundum prósenta og til að reyna stöðva verðbólguna setti hinn hái herra Mugabe lög sem bannar verðhækkanir og allir þeir sem hækkuðu verð á sínum vörum fóru í fangelsi. Þetta varð auðvitað til þess að öll viðskipti stöðvuðust sem varð til þess að þeir fátæku uðru enn verr úti.

Það var þekkt fyrir nokkrum árum þegar hermenn Mugabe fóru um og drápu hvíta bændur sem vildu ekki fara af jörðum sínum til að láta svarta menn fá þær. Svartir menn yfirtóku landbúnaðinn í landinu sem var í miklum blóma og varð það til þess að í dag eru landbúnaðurinn um það bil 20% af því sem hann var.

Vegna hinna gríðarlegu fátæktar í landinu og hinnar spilltu stjórnar þá finnst mér fáránlegt að landið skuli eiga og reka ferðamálaskrifstofu í einu dýrasta húsi Lundúna, vona ég að Lundúnarbúar láti ekki umbúðirnar villa fyrir sér og sniðganga landið á meðan Mugabe er við völd.


Ferðin á Emirates.

arsenalÉg skellti mér á leik um síðustu helgi og sá leik Arsenal og Manchester United. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég fer á íþróttakappleik erlendis. Ég fór á mína fyrstu leiki erlendis á Evrópumótinu í knattspyrnu í Hollandi árið 2000. Góð vinkona mín vann ferð á mótið en gat ekki farið og bauð mér að nýta vinninginn sinn sem ég að sjálfsögðu þáði. Ferðin var í boði Carlsberg og svo gaman var í ferðinni að ég hef drukkið Carlsberg síðan og er líklega búinn að borga ferðina til baka. Ég sá tvo leiki í þeirri ferð, leiki Hollands og Danmerkur og Spán og Slóveníu. Ég fór síðan á leik Roma og Inter vorið 2004 og sá þá stórkostlegan leik á Olimpico-leikvanginum í Róm. Sumarið 2005 fór ég síðan á leik í bandaríska hafnarboltanum og sá leik Pittsburgh Pirates og Cincinnati Reds. Ég hafði aldrei fundist spennandi að sjá hafnarbolta í sjónvarpinu og komst að því þennan dag að íþróttin er jafnóspennandi í raunveruleikanum.

Emirates StadiumAftur að ferðinni á Emirates. Ég og Guðjón skelltum okkur á föstudeginu í skoðanaferð um völlinn og fengum að skoða búningsklefana og setjast í stjórnarmannasætin á vellinum og sætið hans Wenger og komst að því að sætið hans var ekki heitt. Skoðanaferðin var flott og rosalega gaman að fá skoða mannvirkið frá þessu sjónarhorni. Skoðanaferðin var fullbókuð og vorum við einu Íslendingarnir í hópnum. Margar skemmtilegar spurningar komu í ferðinni og sú besta var þegar ein konan spurði hversu oft er spilað á vellinum og síðan fylgdi gullmolinn á eftir, "hvenær er næsti leikur?" Sá sem var fararstjórinn í skoðanaferðinni horfði á konuna með sérstökum svip og svaraði, "á morgun gegn Mancester United!"

HighburyVið kíktum á gamla Highbury, en þar standa yfir miklar byggingaframkvæmdir. Þó fær framhliðin að standa áfram, fannst mér það frekar sorglegt að sjá hvernig veggurinn stendur í dag. Þetta á eflaust eftir verða mjög flott, en það er það ekki í dag. Núna stendur veggurinn einn, ef horft er í gegnum glugga þá blasir við byggingaframkvæmdirnar. Það er bara stálstillans sem styður vegginn svo hann hrynur ekki.

Við kíktum líka í Arsenal-búðina við Emirates og fengum þar ótrúlega þjónustu. Þannig var að Guðjón keypti sér Arsenal búning fyrir rúmu ári síðan og var hann orðinn ansi lúinn og var auglýsingin framan á búningnum nánast farin af. Þegar einn starfsmaður í búðinni sá búninginn sagði hann okkur að við gætum skipt og fengið nýja treyju fyrir þá gömlu. Við fórum og völdum nýjan búning og löbbuðum með hann út. Frábær þjónusta hjá þeim.

Við tókum laugardaginn snemma og vorum mættir á Emirates um þrem tímum fyrir leik. Þaðáhorfendur á Emirates var töluverð stemning og gaman að vera þarna og fylgjast með mannfjöldanum. Allt fór friðsamlega fram og þeir stuðningsmenn United sem voru á svæðinu blönduðust alveg við aðra og voru engin læti. Inn á leikvanginum var ótrúleg stemning og stemningin jókst mikið þegar gamla Clash-lagið London Calling var spilað og á eftir kom lagið One Step Beyound með Madness og ekki minnkaði lætin. Ég hélt að þetta væri læti þar til að liðin komu inn á völlinn. Vá.

Arsenal vs Manchester UnitedLeikurinn var frábær skemmtun og ekki skemmdi fyrir dramatík á síðustu mínútu leiksins, þegar Arsenal menn jöfnuðu leikinn. Eftir leikinn var síðan fylgst með stemningunni og síðan haldið heim eftir frábæra skemmtun.


Ný skoðanakönnun

Ég var að setja inn nýja skoðanakönnun og þar er spurt hvor ykkur þykir kynþokkafyllri, kryddpían Viktoría Beckham eða Dallasgellan Viktoría Principal.

Síðasta könnun gekk ekki eins vel fyrir sig og ég hafði vonast, þá spurði ég hvort þið læsuð bloggsíður, 23 svöruðu og sögðu 91,3% að þeir læsu bloggsíður. 4,3% sögðu að þeir læsu ekki bloggsíður og sami fjöldi vissu ekki hvað bloggsíða er. Enginn svaraði því til að þeir skoðuðu bara myndirnar á bloggsíðunum.


Flott jólakort til styrktar frábæru málefni.

Ég vil minna á jólakortin frá Einstökum Börnum. Þið sem hafið áhuga á að kaupa flott jólakort og jafnframt að styrkja gott málefni, þá eru jólakortin frá Einstökum Börnum frábær lausn (Ég er farinn að hljóma eins og Vörutorgið). Kortin eru 5 í pakka og kostar pakkinn 600 krónur, ef keypt eru 30 stykki þá kostar það 3150 krónur. 50 stykki kosta 5000 krónur og 100 stykki kosta 9500 krónur.

Ástæðan fyrir því að ég er að benda á þetta er sú að Huginn Heiðar er Einstakt Barn. Einstök Börn er stuðningsfélag fyrir börn og foreldra barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma  sem þarfnast langvarandi meðferðar og eftirlits, tíðum innlögnum á sjúkrahúsum, eða hafa í för með sér alvarlega fötlun og falla ekki undir önnur starfandi foreldrafélög.

jólakort 

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa þessi flottu jólakort sem Kolbrún Huld Sigurgeirsdóttir málaði og gaf Einstökum Börnum myndina, geta haft samband við Einstök Börn á netfanginu einstokborn@einstokborn.is eða hringt í síma 699 2661 eða 895 8661.


Kominn heim.

Jæja, þá er ég kominn heim eftir helgarferð til Londons. Ferðin gekk ljómandi vel fyrir sig (ef undan er skilið flugið út og heim) og lærði ég og Guðjón ýmislegt um London og Englendinga. Til dæmis að sagan um að Englendingar kunna ekki að búa til góðan mat er sönn. Hingað til þegar ég hef farið erlendis í frí þá hef ég alltaf notið matarins, en ekki núna. Þó að við höfðum farið á þekkta skyndibitastaði sem eru vinsælir á Íslandi hjá okkur, þá stóðust þeir engan veginn undir væntingum. Við fórum á flotta veitingastaði og þeir stóðust ekki heldur væntingar okkar. Síðasta kvöldið lagði ég til að við færum á McDonalds og þá hváði Guðjón, þar sem ég þekktur sem anti-McDonalds-aðdáandi. En ég svaraði á þann hátt að ég væri viss um að McDonalds myndi ekki bregðast mér frekar en fyrri daginn og það reyndist rétt.

Talandi um flugið. Þá byrjaði ferðin ekkert alltof vel og við þurftum að sitja í vélinni í klukkustund út á flugbraut áður en hún komst í loftið, þar sem einhver bilun varð í vélinni. Það er ekkert voðalega traustvekjandi að fara í loftið í vél sem er búin að vera biluð, en flugið gekk ágætlega fyrir sig það sem eftir var. Ég vonaðist til að flugið heim gengi betur og allt leit ljómandi vel út, við komumst í loftið á réttum tíma en síðan kom upp eitthvað sem ég vissi ekki að gæti gerst. Vélin fékk ekki að fljúga inn í íslenska flugumsjónasvæðið og þurftum við að sitja í vélinni í rúman hálftíma á meðan vélin flaug í hringi yfir Hjaltlandseyjum, Færeyjum, Hatton Rockall svæðinu eða einhversstaðar úti í ballarhafi. Mér var farið að líða eins og persónu í Die Hard 2 myndinni og var farinn að halda að við þyrftum síðan að lenda vélinni á síðustu bensíndropunum og þar myndi Bruce Willis standa með kyndla og vísa okkur á brautina. En það gerðist ekki og við lentum heilu og höldnu rúmri klukkustund eftir áætlun.

En ég verð að koma með spakmæli ferðarinnar, en þau áttu Guðjón. Þegar við stóðum undir Big Ben og þá spurði Guðjón mig af því að hvað klukkan væri!

 

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband