Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Maður á ekki að pirra sig á smáhlutum.
30.11.2007 | 21:58
Í síðust bloggfærslu minni var ég að blogga um hluti sem hafa verið að pirra mig. En síðan þá ég enn einu sinni lært að maður eigi ekki að pirra sig á smáhlutum. Þegar ég bloggaði færsluna þá var Huginn Heiðar smá slappur en síðan þá hefur heilsu hans hrakað mikið og núna er hann mikið veikur og inniliggjandi á Hágæsludeildinni á Barnaspítala Hringsins. Hann er samt allur að koma til eftir mjög erfiða daga.
Ég og Fjóla vorum búin að skipuleggja þessa helgi vel og ætluðum að eyða helginni tvö saman í sumarbústað, Huginn ætlaði að vera í Rjóðrinu og hin börnin á vísum stað. Vorum við búin að hlakka mikið til þessarar helgar, þetta var í eitt af fyrstu skiptunum sem reynum að skipuleggja eitthvað með fyrirvara og það endaði með því að við erum heima núna, nýkomin af spítalanum og þurfum að fara á spítalann aftur snemma í fyrramálið. Við þurfum að eyða kvöldinu heima og borða snakkið sem við ætluðum að hafa í bústaðinum.
Ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir hvernig það er að eiga langveikt barn og þurfa að vera undir öðrum komin með að fá smá frí. Það var einn sem sagði við mig að ég ætti ekki að vera hugsa mikið um þessa bústaðaferð, við gætum alltaf komist í sumarbústað. En það er ekki svona einfalt. Næsta helgarfrí þar sem við gætum hugsanlega komist í bústað er í fyrsta lagi í mars á næsta ári. En auðvitað skiptir Huginn Heiðar aðalmáli í þessu og vonandi nær hann sér sem fyrst, en þetta er dálítið svekkjandi þar sem þetta er eiginlega í fyrsta sinn síðan í febrúar að Hugin verði misdægurt.
Munið bara að pirra ykkur ekki á smáhlutum.
Huginn á Hágæsludeildinni í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pirringsbloggið
28.11.2007 | 22:04
Ég hef ekki verið duglegur að blogga að undanförnu, en ég ætla verða að því núna að blogga og það verður smá reiðiblogg eða pirringsblogg. Það er nefnilega sumir hlutir sem fara í taugarnar á mér og ég ætla að blogga um þá.
Til dæmis þá þoli ég ekki fólk sem skrifar leiðinda athugasemdir við bloggfærslu án þess að gera það undir nafni, ég hef oft hugleitt að loka fyrir athugasemdirnar hjá mér nema fyrir þá sem eru innskráðir. En mér fyndist það leiðinlegt þar sem margir sem ég þekki eru ekki innskráðir á moggabloggið og gætu ekki gert athugasemdir. Síðan eru líka fullt af ókunnugu og skemmtilegu fólki sem skrifar athugasemdir hjá mér og ég vil gjarnan halda áfram að fá athugasemdir frá þeim. Það sem mér finnst verst og leiðinlegast við þessa nafnlausu leiðindagaura er það að þeir eru yfirleitt orðljótir og drulla svoleiðis yfir bloggarann og ef bloggarinn svarar fyrir sig þá fær hann sjaldnast svar til baka. Ég hef aldrei eytt út athugasemd hjá mér og en það fer að koma að því að ég fer að gera það.
Ég þoli ekki þá bloggara sem segja ekkert í blogginu sínu. Ég er ekki að halda því fram að ég sé dýpsti bloggarinn, en ég reyni þó að segja eitthvað og ég blogga ekki við allar fréttir til þess eins að endursegja fréttina og að komast á listann yfir vinsælustu bloggarana.
Ég þoli ekki heldur þá bloggara sem blogga við fréttir og segja nákvæmlega það sama og gaurinn sem bloggaði við sömu frétt 10 mínútum áður og notar meira að segja stundum sömu fyrirsagnir.
Ég þoli ekki þá bloggara sem nenna ekki skrifa nöfn sinna nánustu og skrifar alltaf um börnin eða makann með skammstöfun. Ég gæti aldrei hugsað mér að skrifa Fjóluna mína sem FÆ!
Ég þoli ekki heldur þá bloggara sem safna bloggvinum bara til að eiga sem flesta bloggvini. Ég er ekki með marga bloggvini, en ég les bloggið hjá mínum bloggvinum og reyni að skrifa athugasemdir hjá þeim reglulega. Í dag eyddi ég þremur bloggvinum, ég eyddi þeim vegna þess að ég les ekki bloggið þeirra og ég held að þeir lesi ekki bloggið mitt, þeir hafa að minnsta kosti aldrei skrifað athugasemdir hjá mér svo ég muni. Þess vegna sé ég engann tilgang með að hafa þá sem bloggvini. Þið sem eru enn bloggvinir mínir, þið vitið þá að ég les bloggin ykkar og er bloggvinur ykkar.
En ég elska líka fullt af hlutum, en ég ætla ekki að skrifa um það hér. þetta er pirringsbloggið mitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Dregið í undankeppni HM í dag.
25.11.2007 | 15:27
Í dag verður dregið í riðla fyrir forkeppni HM2010. Er Ísland fallið niður í fimmta styrkleikaflokk eftir skelfilega frammistöðu í forkeppni EM sem var að ljúka. Er ég mest hissa að við séum þó í fimmta flokki.
Mér finnst alltaf jafnspennandi að þessum drætti og ætla ég setja saman þá tvo riðla sem ég gæti hugsað mér sem draumariðil fyrir Ísland. Í fyrri riðlinum verður Ísland í sem sterkasta eða skemmtilegasta riðli, í öðrum riðlinum verður Ísland í þeim riðli sem ég myndi telja mesta líkur á að komast áfram og svo set ég saman martraða riðil, bæði leiðinleg og erfið lið.
Skemmtilegi Riðillinn: Ítalía, England, Noregur, Wales, Ísland og Færeyjar.
Auðveldi Riðillinn: Grikkland, Ísrael, Norður-Írland, Kýpur, Ísland og San Marino.
Leiðinlegi Riðillinn: Króatía, Tyrkland, Úkraína, Hvíta-Rússland, Ísland og Svartfjallaland.
Update: Núna er búið að draga í riðla og lentu Íslendingar í riðli með Hollendingum, Skotum, Norðmönnum og Makedónum. Mér líst mjög vel á þennan riðil, allt lið sem við þekkjum vel nema Makedónar og stutt ferðalög.
Ísland með Hollandi og Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sniðugt útiklósett í London sem myndi passa í miðborgina.
25.11.2007 | 10:18
Þegar ég var á ferð í London í byrjun mánaðarins þá sá sniðugan útikamar sem ekki tók mikið pláss og er mjög meðferðarlegur í notkun. Engar dyr eða slíkt og þar sem það tók svo stuttan tíma að létta á sér á klósettinu þá myndaðist engin röð eða slíkt.
Þar sem þetta klósett virkar í miðborg London, þá ætti þetta líka geta virkað í Reykjavík. Það ætti að skella nokkrum svona klósettum niður í miðborg Reykjavíkur og lögreglan getur farið að einbeita sér aftur að alvörum málum.
Gallinn við þetta klósett er að það er bara hægt að pissa á því og það getur verið erfitt fyrir kvenfólk að nota það. Þá er bara að finna upp sambærilegt klósett sem myndi gagnast kvenfólkinu betur.
Klósettið góða.
Brotum á lögreglusamþykkt fækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Maður vikunnar: -Huginn Heiðar Guðmundsson.
25.11.2007 | 10:06
Maður vikunnar að þessu sinni er litla/stóra Hetjan mín, hann Huginn Heiðar. Titilinn fær hann fyrir að vera svona yndislegur eins og hann er og í tilefni 3ja ára afmælisins hans í síðustu viku.
Maður vikunnar: Huginn Heiðar Guðmundsson.
Bloggstífla.
24.11.2007 | 10:40
Ég hef ekki verið duglegur að blogga í vikunni, ég hef hreinlega ekki nennt því þrátt fyrir að hafa oft viljað blogga um hin ýmsu mál sem hafa komið upp hjá mér og í þjóðfélaginu í vikunni. Ástæðan fyrir bloggletinu er einföld, Huginn Heiðar er búinn að vera í Rjóðrinu í vikunni og hef ég og Fjóla eytt töluverðum meiri tíma með hinum börnunum en vanalega og hefur það bitnað á blogginu og hef ég enga samvisku yfir því. Við skelltum okkur meðal annars í Keilu á fimmtudagskvöldið og ég sýndi gott fordæmi gagnvart börnunum og vann keiluna á glæsilegan hátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þekktur eyrnamergs-sælkeri líklegur forsætisráðherra.
24.11.2007 | 10:31
Það lítur allt út fyrir að Kevin Rudd verði næsti forsætisráðherra Ástralíu. En þessi Kevin Rudd er ekki bara þekktur fyrir störf sín að stjórnmálum, heldur líka fyrir að vera sælkeri á eyrnamerg. Náðist myndband af honum við að borða eyrnamerg og fór myndbandið eins og eldur um sinu á netinu. Fyrir þá sem ekki sáu myndbandið og hafa gaman af að horfa á forsætisráðherra borða eyrnamerg, þá er hægt að sjá myndbandið hérna fyrir neðan.
Ástralskir jafnaðarmenn lýsa yfir sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það á að klára að segja fréttina.
23.11.2007 | 18:18
Mér finnst eins og þess frétt sé bara hálfsögð, þar sem ekki kemur fram í fréttinni hvaða mynd konan var að horfa á. Ég sem mikill aðdáandi hryllingsmynda hefði alveg viljað fá að vita hvaða mynd þetta var svo ég gæti gert mér betur grein fyrir hvort ástæða hefði verið hjá konunni til að öskra svo mikið að það þurfti að kalla til lögreglu.
Ég gerði einu sinni þau mistök að horfa á hryllingsmynd einsamall, ég var heima með elsta syninum sem þá var kannski 4-5 ára og tók upp á því að horfa á myndina Pet Sematary eftir að hann var sofnaður. Myndin var töluvert meira spennandi og óhugnaleg en ég átti von á og þegar ég var um það bil að springa af hræðslu þá vaknaði guttinn og kom til mín og skreið í fangið á mér og bjargaði heilsu minni.
Hjálparkall vegna hryllingsmyndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Syrgir þjóðin Smith?
20.11.2007 | 23:45
Ég vona að íbúar Zimbabve syrgi Ian Smith. Reyndar þekki ég ekki vel hvernig þjóðarleiðtogi hann var og hef grun um að kynþáttamisrétti hafi verið við lýði líkt og í Suður-Afríku á þessum tíma. En íbúar Suður-Afríku völdu ekki svarta öfgamenn til að stjórna sínu landi þegar aðskilnaðarstefnunni lauk eins og Rodesíumenn gerðu, heldur nýttu þeir vitneskju og hugvit hvíta mannsins til að halda áfram að byggja upp landið og þess vegna er Suður-Afríka núna öflugusta og ríkasta land Afríku.
Á sama tíma komst öfgamaðurinn Robert Mugabe til valda í Rodesíu og lét breyta nafninu í Zimbabve, hann hefur stjórnað landinu af harðri hendi síðan. Unnið markvisst að því að drepa alla hvíta bændur eða flæma þá og vitneskjuna úr landi. Hann hefur náð þeim ótrúlega árangri að landbúnaður hefur dregist saman um 80% síðan hann komst til valda. Verðbólgan í landinu er um 7.600%, Þökk sé Mugabe. Sagan mun setja Mugabe á sama stall og Idi Amin, Pol Pots og Adolf Hitler.
Þess vegna endurtek ég upphafsorð bloggsins, ég vona að íbúar Zimbabve syrgi Ian Smiith.
Fyrrum forseti Ródesíu látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hetjan (með stóru H-i) á afmæli í dag.
18.11.2007 | 00:20
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Huginn. Hann á afmæli í dag. Huginn Heiðar litla/stóra hetjan mín er 3ja ára í dag. Drengurinn hefur verið duglegur að koma öllum á óvart og er enn að koma okkur og læknunum á óvart. Ég tek við afmæliskveðjum í athugasemdum og Huginn tekur á móti afmæliskveðjum á heimasíðu sinni.
Afmælisbarnið Huginn Heiðar Guðmundsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)