Jólakveðjur.
24.12.2008 | 09:52
Ég óska öllum bloggvinum mínum og öðrum lesendum bloggsins gleðilegra jóla. Ég vona að þið eigið yndisleg jóla og náið að njóta jólahátíðarinnar. Ég ætla að gera það þrátt fyrir að hafa ekki litla Gullmolann hjá mér. En ég ætla að njóta minninganna um hann og njóta jólanna fyrir hann.
Ég ætla að skella inn myndbandi af lífshlaupi Hugins sem ég gerði fyrir nokkrum vikum og leyfa ykkur að njóta Gullmolans.
Athugasemdir
Kæri Mummi og fjölskylda,ég óska ykkur gleðilegra jóla og að andi Hugins verði með ykkur allatíð.Guð blessi þig og þína þinn vin Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 24.12.2008 kl. 11:22
Gleðileg jól elsku fjölskylda.
Jólakveðjur Fríða og fjölskylda
Fríða K (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 16:11
Ég horfði á þetta á síðunni hans um daginn,held ég, og ég háskældi alveg yfir þessu.
Þessi litli snáði,þvílíkur baráttujaxl!
Kær jólakveðja til ykkar Fjólu og barnanna
Ragnheiður , 24.12.2008 kl. 20:23
Fallegt myndband af fallegum dreng.
Gleðileg jól og takk fyrir blogg-samverustundirnar á árinu.
Björg Árnadóttir, 26.12.2008 kl. 19:14
Mikið rosalega er þetta fallegt myndband af englinum ykkar!!!
Mig langaði að óska ykkur gleðilegra jóla og vona að nýja árið færi ykkur gleði og góð tækifæri.
Knús á línuna frá mér
Kristín Njáls (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 18:18
mikið er þetta fallegt myndband af fallegum dreng
tota (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.