Smá launablogg.
9.11.2008 | 09:12
Mikið hefur verið talað um laun bankastjóra nýju bankanna eða réttara sagt gjaldþrotabankanna og ég ætla að bætast í þann hóp. Mér finnst eðlilegt að borga góð laun fyrir gott fólk í ábyrgðarmikil störf. Ofurlaunin í gömlu bönkunum sína að það fer ekki saman, þar fengu ábyrgðarlausir og vanhæfir menn ofurlaun og þurfa ekki að bera neina ábyrgð. Ef skoðaðir eru nýju bankastjórarnir þá má sjá að þeirr taka á sig töluverða launalækkun. Birna Einarsdóttir bankastjóri Glitnis tekur á sig minnstu launaskerðinguna, hún hefur núna 21.000.000 í árslaun en hafði samkvæmt Tekjublaði Frjálsra Verslunar 29.808.000 í árslaun á síðasta ári, þetta er tekjulækkun upp á tæplega 9 milljónir. Finnur Sveinbjörnsson nýr bankastjóri Kaupþings hefur sömu árslaun og Birna eftir að hann óskað eftir launalækkun. Árslaun hans eru 21.000.000, en hann hafði í laun sem bankastjóri Icebank 51.144.000, það gerir launalækkun upp á rúmlega 30.000.000. Mestu launalækkunina tekur á sig Elín Sigfúsdóttir bankastjóri Landsbankans, hún er samt launahæsti bankastjórinn með 23.400.000 í árslaun, en hún hafði í laun á síðasta ári 122.220.000 og lækkar þar með í launum um tæplega 99 milljónir á ári
Það er líka forvitnilegt að skoða við hvað bankastjórarnir störfuðu áður en þeir tóku við bankastjóra stöðunum. Birna Einarsdóttir var framkvæmdastjóri þróunarsviðs Glitnis, en sem framkvæmdastjóri hjá Glitni, ætti hún ekki þurfa að bera einhverja ábyrgð gjaldþroti Glitnis? Hún gerir það með því að taka á sig launalækkun.
Finnur Sveinbjörnsson var bankastjóri Icebank og kemur því ekki beint að falli Kaupþings, en hann kemur beint að falli Icebank, þó Icebank sé ekki enn fallinn þá er það frekar spurning hvenær en hvort það gerist og þegar Icebank fellur þá er spurning hvort hann taki ekki einhverja sparisjóði með sér. Finnur mun örugglega ekki þurfa að sæta ábyrgð þegar það gerist.
Elín Sigfúsdóttir var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans áður en hann varð gjaldþrota og ber þar af leiðandi enga ábyrgð á gjaldþrotinu. Enda var framkvæmdastjórastaðan ábyrgðarlaus staða enda hafði hún bara rúmar 122 milljónir í laun á síðasta ári.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.