Ég blogga líka um Ramses.

Það hefur verið í tísku að undanförnu að blogga um hinn Keníska Paul Ramses, en ég hef ekkert verið að blogga um þetta mál þar sem ég veit að ég verð skotinn á kaf þar sem skoðanir mínar fara ekki alveg saman við bloggheiminn. Auk þess er ég hræddur um að skrifa um svona viðkvæmt mál þar sem það er fullt af fólki er tilbúið að misskilja orðin mín og túlka þau á þann hátt sem ég vil ekki.

Þess vegna ætla ég að blogga um Ramses faraó sem fjallað er um í tímaritinu Skakka Turninum. Það er mikið gert úr því að hann hafi átt 400 konur og 150 börn og það er látið hljóma einhvern veginn sem eitthvað afrek eða stórvirki. Mér þætti Ramses merkilegri ef hann hefði átt 150 konur og 400 börn. Þegar ég heyri þessa auglýsingu þá dettur mér maður í hug sem safnar bílum og geymir þá í vöruskemmu. Til hvers að eiga marga bíla ef maður getur ekki keyrt þá og notið þeirra? Miðað við að Ramses hafi einungis náð að eignast 150 börn með konunum 400 sýnir að hann var að safna konum frekar en að njóta þess að eiga líf með þeim og það gerir manninn í raun nauðaómerkilegan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sammála, mun "eðlilegra" að snúa tölunni við, 150 konur og 400 börn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.8.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Já, mér hefði nú þótt lágmark að eignast að meðaltali ca. 1 pr. konu!

Björg Árnadóttir, 29.8.2008 kl. 22:00

3 identicon

,alltaf jafn skynsamur

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband