Verslunarmannahelgar-blogg.

Þá er maður kominn heim eftir smá verslunarmannahelgarferð. Við skötuhjúin skelltum okkur á Þingvöll og treystum vort heit. Við vorum ekki tvö ein þar, heldur voru ansi margir þar og meðal annars tveir bræður mínir og hluti af fjölskyldum þeirra. Við höfðum það gott þar, skelltum okkur í sund á Borg og rúntuðum um þjóðgarðinn, bæði á bíl og tveim jafnfljótum.

Á laugardagskvöldið var ég sendur til að kveikja upp í grillinu og þegar ég kom ekki til baka fór fólk að undrast um mig og fundu mig síðan í hörku umræðum við ókunnugan mann. Fólk varð heldur betur hissa þegar það kom í ljós að maðurinn sem ég var að tala við harður stuðningsmaður Skagamanna í fótboltanum og fyrrverandi leikmaður liðsins og fór vel á með okkur. Þar sannaðist það að óbeit mín á knattspyrnuliði Akraness snerist um Guðjón Þórðarson og syni hans sem hann kallaði kjúklingaskít. Ég held jafnvel að hörðustu Skagamenn viti um hvað ég hef verið að tala núna, þegar þeir eru loksins lausir við Guðjón og heyra hvernig hann talar um fyrrverandi leikmenn sína og félaga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband