Kill Point á Stöð 2.

Í kvöld var á dagskrá nýr þáttur á Stöð 2 sem heitir Kill Point. Líkt og svo margir þættir sem eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna, þá er þetta ekkert merkilegur þáttur. Hann fjallar um misheppnaða ránstilraun í banka og í kjölfarið hefst umsetursástand. Uppskrift að sjónvarpsþætti sem maður kannast vel við og hefur oft séð áður.

pittsburghEn það sem veldur því að ég ákvað að blogga um þennan þátt er það að þátturinn gerist í Pittsburgh í Pennsylvaniu, en þar bjó ég í 6 mánuði fyrir 3 árum síðan. Ég átti yndislegan, en erfiðan tíma í borginni og hugsa oft til þeirra sem ég kynntist í Pittsburgh og allra staðanna sem ég skoðaði þar. Þannig er að Pittsburgh hefur ekkert sérstaklega gott orð á sér, það er til dæmis sígildur brandari í Bandaríkjunum að kalla borgina Shit-burgh af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Vegna þessa að mér finnst Pittsburgh vera æðisleg borg. Margir segja að hún evrópskari en flestar borgir Bandaríkjanna, þar sem hún er byggð í skógi og mikið er af opnum svæðum og skóglendi er um alla borgina. Það eru ekki margar stórborgir sem geta státað sig af hlaupandi dádýrum innan borgarmarkanna, en þannig er Pittsburgh. Þá er töluverðar hæðir eða eiginlega fjöll í borginni þannig að sumstaðar minnir Pittsburgh mig á póstkort myndir frá San Francisco.

Flestir þeir þættir og myndir sem ég hef séð frá Pittsburgh fjalla um skuggahverfi borgarinnar, sem er stórfurðulegt þar sem Pittsburgh er ein af þeim borgum í Bandaríkjunum sem hafa lægstu glæpatíðni. Í Kill Point gerist þátturinn í miðborginni sem er mjög falleg og aðlaðandi og hlakka ég til að sjá næstu þætti þó mér finnist söguþráðurinn ekkert voða spennandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef greinilega ekki misst af miklu heyri ég nema þá skoða umhverfið sem myndin gerist í. Knús á þig góurinn

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Enn eitt dæmið um að það er ekkert allt of mikið að marka það sem maður sér í sjónvarpinu.

Björg Árnadóttir, 29.7.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband