Ekki góð tímasetning!

tyrklandÞað má segja að þessar fréttir koma ekki alveg á góðum tíma, þar sem krónprinsinn er á leið til Tyrklands á morgun ásamt tengdadóttirinni. Ég hef aldrei talið Tyrkland gott land til að ferðast til, þar sem í landinu eru mannréttindi fótum troðin, trúarofstækismenn hafa ótrúleg völd og ótrúleg spilling viðgengst í landinu.

Þar sem sonur minn og tengdadóttir eru skynsöm og góð, þá efast ég ekki um að þau muni skemmta sér án afskipta tyrkneskra yfirvalda. Svo verða þau á ferðamannastað og þar ríkir víst önnur lög en annars staðar í landinu, þar sem Tyrkirnir græða svo mikið á ferðamönnunum og þess vegna vilja þeir að ekkert slæmt henti þá. En skítt með aðra landsmenn.


mbl.is Sprengjuárásir í Tyrklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Emil Karlsson

Ég skil ekki hvað þú hefur svona á móti tyrkjum. Margar þjóðir hafa eitthvað óhreint í fortíðinni eins og t.d. þjóðarmorðin á armenum en það er engin ástæða fyrir að láta það fólk sem nú byggir landið gjalda fyrir glæpi fortíðarinnar. Þá gætiru eins pirrast útí þýskaland fyrir nasismann eða álíka.

Þú nefnir að mannréttindi séu fótum troðin og trúarofstækismenn hafi ótrúleg völd í landinu.

Hér í Tyrklandi eru þrjár meginstoðir sem engum ráðamanni leyfist að brjóta. Sú sem hæst vegur er það ákvæði að það verður að vera alger aðskilningur ríkis og kirkju og kirkjan má því ekki hafa nein opinber völd eða ítök. Þessir svörtu kuflar sem eru notaðir til að kúga konur í stöku ofsatrúarlöndum múslima eru bannaðir með lögum hér og Tyrkland var fyrsta landið til að hafa kvenkyns forsætisráðherra svo ég viti til. Hérna er trúfrelsi algert og kirkjan fer með álíka mikil völd hér og í ríkjum norður og vestur evrópu, og álíka stór hluti þjóðarinnar eru líka trúaðir (um 20% tyrkja biðja bænir reglulega).

Mannréttindabrot hér eru mikil skv mínum mælikvarða; hart dómskerfi, látið undan kröfum stórfyrirtækja um að ritskoða vefsíður eins og youtube (útaf copyright), en miðað við lönd eins og Bandaríkin eru þeir algerir englar.

Tyrkir sjálfir eru mjög þægilegir, þeir eru heiðarlegir í viðskiptum, tillitssamir við aðra og mjög hjálpsamir ef eitthvað bjátar á. T.d. er algengt í strætó að karfa með peningum lyggi bara í vagninum og þér er treyst fyrir að setja strætógjaldið í hana, mátt meiraðsegja veiða uppúr skiptimynt (og þér er treyst fyrir að taka ekki bara peninga og stinga í vasann).

Yfirvöld eru auðvitað ekki að skipta sér af einum eða neinum nema þeir geri eitthvað af sér. Þetta er ekki eins og í rússlandi þar sem þú getur verið sektaður fyrir að ganga á grasinu því lögreglumanninum langaði í pening. Auðvitað getur sonur þinn djammað eða skemmt sér án afskipta yfirvalda. Löggæsla er mun sýnilegri á Íslandi heldur en hérna hefur mér sýnst.

Svo framarlega sem ég hef tekið eftir eru ferðamannastaðir heldur ekki á neinum sérdíl, nema hvað að þar er allt verðlag margfallt hærra, nálgast oft ekta íslenskt okur.

Karl Emil Karlsson, 27.7.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: el-Toro

sorglegt þegar fólk blaðrar um hluti sem það veit ekki um.  Tyrkland er veraldlegt land í alla staði.  það er öllum holt að lesa athugasemdina frá Karli Emil.  ég hef voðalega litlu við þetta að bæta.

el-Toro, 27.7.2008 kl. 23:51

3 identicon

Góðan daginn,

Þetta er athyglisverð hugleiðing hjá þér.  En tilgangur hryðjuverka er sá einn að skelfa fólk og ná stjórn á því á þann hátt.  Þetta var leið Múhameðs spámanns og þetta er leið sporgengla hans í dag, enda hann fyrirmynd allra Múslíma.

Hryðjuverk  skilgreind:

, , hvað eru hryðjuverk og hvað ekki“

 Hryðjuverk almennt eru skilgreind sem árás á almenna borgara sem hefur engan hernaðarlegan tilgang heldur aðeins til að hrella og hræða íbúana og hafa áhrif á kosningar meðal annars.

 

Málsgrein, Kóraninn: 009.005.  En þegar bann mánuðirnir eru liðnir, þá skuluð þið berjast við og drepa (aqtuloo)  hina vantrúuðu, takið þá fasta, sitjið um þá, veitið þeim fyrirsát alls staðar á öllum sviðum hins Heilaga Stríðs.

Hernaðararmur Íslams fylgir stríðsmálsgreinum   Kóransins og Annálanna bókstaflega, ásamt ævisögu Múhameðs..

Bukhari: V4B52N220: Sendiboð Allah mælti svo: ,,Ég hefi verið gerður sigursæll með hryðjuverkum.”

Úr hinum heilaga  Kóran, Kaflinn um þýfið,  008:012,   ,,Ég mun hrella  og   skelfa hjörtu  hinna vantrúuðu (ekki-Múslíma).  Hálshöggvið  þá, höggvið af þeim fingurgómana, vegna     þess að þeir standa gegn   Allah.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 13:55

4 identicon

Góðan daginn Karl Emil, 

Ég hefi verið í sumarfríum í Tryklandi og líkað ágætlega.

Hins vegar fannst mér sú meðferð sem mál og réttindabarátta Soffíu Hansen fékk á vettvangi, dóms-, lögreglu og framkvæmdavalds ekkert til að klappa húrra fyrir. Þar sáum við hið tvöfalda siðgæði Íslams.  Eitt er á borði annað í orði, eins og sagt er.  Þeir hafa veraldlega stjórnarskrá en íslamska klerkaveldið otar sínum tota hægt og sígandi upp  til valda og áhrifa.  Í málum Soffíu sáum við hvað alvarlegt málið er orðið.

Ég vil einnig minna á morðin á blaðamönnunum sem voru á ráðstefnu, og fjölmörg morð á blaðamönnum, ritstjórum  og aðsúg að rithöfundum. Ásamt því að allir Kristnir söfnuðir eru flokkaðir sem hryðjuverkahópar á lögreglustöðvum í Tyrklandi.  Ég vil einnig minna á eyðileggingu fjöldans alls af kirkjum í Tyrklandi og stórkostlegar þjóðernishreinsanir á minnihlutahópum bara á síðustu öld. Það var árið 1974 að mig minnir sem þeir réðust á Kýpur og frömdu þar fjöldamorð á Kristnu fólki. 

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband