Knattspyrnan vann.

Ég er sáttur við þýska stálið í kvöld, þeir unnu verðskuldaðann sigur á Portúgölum 3-2. Þjóðverjarnir sýndu það enn einu sinni að það er ekki nóg að vera flinkur með fótboltann til að vinna stórmót, menn verða að kunna að vinna og vita hvað þarf að gera til að vinna leiki og það kunna Þjóðverjarnir.

Ég hef fulla trú á mínum mönnum í Ítalíu, en þeir eiga það sameiginlegt með Þjóðverjum og Hollendingum að þeir kunna að vinna þá leiki sem þeir þurfa að vinna, þess vegna spáði ég því fyrir móti að eitthvað að þessum þremur liðum munu verða Evrópumeistarar og ég stend við þá spá.


mbl.is Þjóðverjar í undanúrslit eftir 3:2-sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Mér tókst loks að ákveða hvaða liði ég held með, varð að sjá öll spila áður vegna þess að ég þekki ekki nægilega til þessara liða. Fyrir valinu varð Holland

Ragnheiður , 19.6.2008 kl. 23:50

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Var heldur betur hress með leikinn í kvöld, spennandi og góður leikur. Það er frábært að vera í sumarfríi og geta einbeitt sér að því að hlakka til fótboltans allan daginn í friði fyrir vinnunni ... heheheh

Gaman að vita hvort þessi spá þín rætist ekki hreinlega.

Knús í bæinn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.6.2008 kl. 23:52

3 Smámynd: Mummi Guð

Ragga, það er gott að þú náðir að byrja að halda með einhverju liði áður en mótið er búið  Ég ákvað að halda með Ítölum fyrir HM 1990 og hef haldið með þeim síðan og það var gaman að halda með Ítölunum á síðasta heimsmeistaramóti!

Gurrý, ég tími ekki að eyða sumarfríinu í fótboltaáhugann minn. Ég er svo gæfusamur að vera búinn að vinna alla daga klukkan 4 og hef því náð að sameina fótboltaglápið og vinnuna ágætlega. Það sem er kannski verst við að horfa á fótbolta á daginn þessa dagana er eilíft ónæði frá Fjólunni, hún er alla daga úti á palli að smíða og ég næ varla að heyra í sjónvarpsþulinum fyrir hamarshöggum, borum og sögum! En því verki fer vonandi að ljúka fljótlega svo ég komist í pottinn.

Mummi Guð, 20.6.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband