Pólverjar og ölvunarakstur.
1.6.2008 | 11:52
Enn einu sinni verða ölvaðir pólskir ökumenn valdir að umferðaróhöppum á Suðurnesjum. Þessir umræddir aðilar sem hafa keyrt út af á Vatnsleysuströndinni í gærkvöldi viðurkenna auðvitað ekki að hafa keyrt bílnum, þar sem þeir vita að það dugar að neita öllu til að sleppa við dóm. Sem betur fer urðu þeir ekki valdir að neinu stórslysi eða dauða saklausra vegfarenda eins og gerst hefur áður.
Í gærdag ók ölvaður Pólverji aftan á bíl á Hafnargötunni í Keflavík og eins og þeim er einum lagið hljóp hann af vettvangi, en sem betur fer náðist hann nokkrum klukkustundum síðar og mun væntanlega neita öllu og sleppa við dóm. Það er annað umhugsunarvert sem gerðist í því óhappi. Hinn drukkni Pólverji ók bíl merktum vinnumiðluninni Voot, en það fyrirtæki hefur verið ansi öflugt á að útvega íslenskum fyrirtækjum erlenda starfsmenn.
Ætli fyrirtæki eins og Voot leggi enga áherslu á að kanna bakgrunn starfsmanna sinna eða að uppfræða þá um íslensk lög, heldur leyfi þeim að rúnta á fyrirtækjabílunum sínum um þjóðvegi landsins undir áhrifum áfengis.
Ég læt hérna inn mynd af bílnum lenti í árekstrinum á Hafnargötunni í gær. Stækkið myndina og takið sérstaklega eftir hvað stendur á stuðaranum á bílnum og hvað stendur á girðingunni þar sem bíllinn var lagður við. Dálítið kaldhæðið.
Ölvaðir úti að aka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ömurlegt að lesa, það er eins og fólk sé fast í rússneskri rúllettu. Ef maður fer út að labba þá er eins gott að vera ekki nálægt neinum bílagötum
Ragnheiður , 1.6.2008 kl. 12:13
Hmmmm...
Hvar stóð í fréttinni að um Pólverja væri að ræða?
Þjóðerni fólks skiptir ekki máli þegar svona mál koma upp Íslenskir hálfvitar eru ekkert skárri þegar þeir byrja að keyra fullir.
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 1.6.2008 kl. 13:27
http://visir.is/article/20080601/FRETTIR01/593462766
Ég las þessa en er ekki búin að lesa fréttina sem Mummi vísar til
Ragnheiður , 1.6.2008 kl. 13:40
Það skiptir ekki höfuðmáli af hvaða þjóðerni mennirnir eru sem brjóta af sér hérlendis.
Ég man ekki alveg tölurnar sem voru birtar í vetur yfir þá sem voru teknir fyrir ölvunarakstur og mig minnir að það hafi verið um 40% allra sem voru teknir fullir undir stýri á Íslandi, voru pólskir. Á sama tíma voru um 10% íbúa á Íslandi pólskir. Ég man ekki tölurnar alveg, en þær voru á þennan veginn.
Þegar tölurnar eru svona æpandi, þá þarf eitthvað að gera og mig þætti til dæmis gaman að vita hvort Voot fræði sína starfsmenn sem skipta þúsundum á Íslandi um afleiðingar ölvunaraksturs, sérstaklega núna þegar fullur Pólverji varð valdur að umferðaróhappi á bíl merktum fyrirtækinu.
Mummi Guð, 1.6.2008 kl. 15:31
Það er sennilega best ég þegi um hvað mér fynnst um þá félaga Voot bræður.
.............................................................................................og hana nú.(bara fylla í eyðuna Mummi minn).
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 1.6.2008 kl. 22:20
Ég trúi öllu upp á voot-viteysingana. þessi pólverji fær sennilega launahækkun hjá þeim núna.
´Jonni (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 09:32
Við ferðuðumst um Pólland í fyrra, fallegt þar og gaman að skoða land og þjóð. En það var tekið fram í þeim ferðabókum sem við keyptum og á vefsíðum sem við skoðuðum að í umferðinni bæri að hafa varann sérstaklega á sér þar sem mjög algengt væri að Pólverjar keyrðu undir áhrifum áfengis. Leigðum bílinn í Þýskalandi, létum vita að við ætluðum með hann til Póllands og þar var okkur einnig bent á þetta á bílaleigunni. Lentum þó sem betur fer ekki í neinu.
Anna Kap. (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.