Lögreglan á Suðurnesjum enn einu sinni að vekja athygli á fjársvelti.

logreglanMér finnst þessar tilkynningar frá lögreglunni á Suðurnesjum ansi skondnar. Ég skil auðvitað lögregluna að vilja helst ekki fara í útköll, það væri best fyrir alla að engin útköll væri. En það búa yfir 20.000 manns á Suðurnesjum og mér finnst dálítil óraunhæft hjá lögreglunni að halda að engin útköll verði á laugardagskvöldi þegar stór hluti af íbúunum fari út að skemmta sér og svo maður tali ekki um á Eurovision kvöldi.

Mér finnst þessi tilkynning benda til að rólegt hafi verið að gera hjá lögreglunni í nótt. Lögreglan vissi að tvenn slagsmál voru í Reykjanesbæ í nótt og nokkrum sinnum munaði litlu að það yrði slagsmál. Þá var lögreglan kölluð nokkrum sinnum til þar sem fólk var að spila tónlist of hátt heima hjá sér eftir miðnætti.

Ég vil benda á niðurlag tilkynningarinnar að það var svo mikið hjá lögreglunni að tveir sátu inni í nótt, annar vegna þess að hann var ofurölvi og það fannst fíkniefni á hinum. Það sat enginn inni vegna slagsmála eða óláta og enginn fór á sjúkrahús vegna áverka og lögreglan tók engan fyrir umferðarlagabrot. Samt voru miklar annir hjá lögreglunni.

Ef lögreglan á Suðurnesjum eru að senda svona tilkynningar frá sér til að vekja athygli á fjársvelti sínu, þá tekst þeim það ágætlega. En hvort það er rétt að reyna að vekja svona athygli á sér er önnur saga. Núna bíð ég spenntur eftir að fá álíka tilkynningar frá lögreglunni á Selfossi, Akureyri og Borganesi, en býst ekki við þeim nema að það hafi verið alvöru annir hjá þeim, þar sem þessi lögregluembætti eru ekki í fjársvelti.

PS. Ég bæti við tilkynningu frá lögreglunni í Reykjavík og það er áhugavert að bera saman tilkynninguna frá lögreglunni á Suðurnesjum og frá Reykjavík.

"Mikið fjör var í miðborg Reykjavíkur í nótt, að sögn lögreglunnar, sem þurfti þó að hafa afskipti af nokkrum fjörkálfum sem gengu fullhratt um gleðinnar dyr. Nokkuð var um pústra en allt gekk stórslysalaust. Margir voru á ferðinni, alveg fram undir morgun, og þeir sem lengst tórðu til trallsins voru að tínast úr miðborginni um sjöleytið í morgun. Átta gistu fangageymslur".


mbl.is Annasamt hjá lögreglu á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband