Lögreglan á Suđurnesjum enn einu sinni ađ vekja athygli á fjársvelti.

logreglanMér finnst ţessar tilkynningar frá lögreglunni á Suđurnesjum ansi skondnar. Ég skil auđvitađ lögregluna ađ vilja helst ekki fara í útköll, ţađ vćri best fyrir alla ađ engin útköll vćri. En ţađ búa yfir 20.000 manns á Suđurnesjum og mér finnst dálítil óraunhćft hjá lögreglunni ađ halda ađ engin útköll verđi á laugardagskvöldi ţegar stór hluti af íbúunum fari út ađ skemmta sér og svo mađur tali ekki um á Eurovision kvöldi.

Mér finnst ţessi tilkynning benda til ađ rólegt hafi veriđ ađ gera hjá lögreglunni í nótt. Lögreglan vissi ađ tvenn slagsmál voru í Reykjanesbć í nótt og nokkrum sinnum munađi litlu ađ ţađ yrđi slagsmál. Ţá var lögreglan kölluđ nokkrum sinnum til ţar sem fólk var ađ spila tónlist of hátt heima hjá sér eftir miđnćtti.

Ég vil benda á niđurlag tilkynningarinnar ađ ţađ var svo mikiđ hjá lögreglunni ađ tveir sátu inni í nótt, annar vegna ţess ađ hann var ofurölvi og ţađ fannst fíkniefni á hinum. Ţađ sat enginn inni vegna slagsmála eđa óláta og enginn fór á sjúkrahús vegna áverka og lögreglan tók engan fyrir umferđarlagabrot. Samt voru miklar annir hjá lögreglunni.

Ef lögreglan á Suđurnesjum eru ađ senda svona tilkynningar frá sér til ađ vekja athygli á fjársvelti sínu, ţá tekst ţeim ţađ ágćtlega. En hvort ţađ er rétt ađ reyna ađ vekja svona athygli á sér er önnur saga. Núna bíđ ég spenntur eftir ađ fá álíka tilkynningar frá lögreglunni á Selfossi, Akureyri og Borganesi, en býst ekki viđ ţeim nema ađ ţađ hafi veriđ alvöru annir hjá ţeim, ţar sem ţessi lögregluembćtti eru ekki í fjársvelti.

PS. Ég bćti viđ tilkynningu frá lögreglunni í Reykjavík og ţađ er áhugavert ađ bera saman tilkynninguna frá lögreglunni á Suđurnesjum og frá Reykjavík.

"Mikiđ fjör var í miđborg Reykjavíkur í nótt, ađ sögn lögreglunnar, sem ţurfti ţó ađ hafa afskipti af nokkrum fjörkálfum sem gengu fullhratt um gleđinnar dyr. Nokkuđ var um pústra en allt gekk stórslysalaust. Margir voru á ferđinni, alveg fram undir morgun, og ţeir sem lengst tórđu til trallsins voru ađ tínast úr miđborginni um sjöleytiđ í morgun. Átta gistu fangageymslur".


mbl.is Annasamt hjá lögreglu á Suđurnesjum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband