Núna er ég lost!

lost_lÉg verð að segja að ég er orðinn lost á þessum blessuðum Lost-þáttum sem eru sýndir á RÚV þessar vikurnar. Ég hef verið dyggur aðdáandi þáttanna frá því ég var í Pittsburgh fyrir þrem árum síðan. Á þeim tíma var mikið talað um þessa þætti á spjallsíðum á Íslandi (fékk ég allar fréttir og slúður frá slíkum síðum) og eitt sinn þegar Fjóla var lögst í flensu þá rölti ég yfir götuna og í BestBuy og keypti fyrstu seríuna á DVD. Við eyddum næstu kvöldum í að horfa á þættina og þótti mér þeir mjög spennandi og góður. Ég beið síðan spenntur eftir annari seríunni og verð ég að segja að hún olli mér miklum vonbrigðum. Þriðja serían var mun skárri en sú önnur og var ég farinn að hlakka til fjórðu seríunnar og ég verð að segja að hún er ein stór vonbrigði.

lost.benÉg skil ekki af hverju ég er enn að hanga yfir því þessum þætti, sérstaklega þar sem það er búið að gefa út að seríurnar verða sex talsins, þannig að ég fæ ekki að vita um leyndardóma eyjunnar fyrr en sumarið 2010 og ég veit ekki hvort ég nenni að hanga svo lengi yfir þessum þætti eða vitleysu eins og þættirnir eru farnir að vera.

Þetta var sjónvarps-pirrings-bloggið mitt á mánudagskvöldi, ætli ég noti ekki næsta mánudagskvöld í að horfa á American Idol.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Fyrst þú bjóst í Pittsburg þá skaltu bara gleyma Lost og finna frekar leið til þess að horfa é einvígi Penguins og Red Wings. Miklu skemmtilegra. Sjálf gafst ég upp á Lost um miðja aðra seríu.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.5.2008 kl. 07:40

2 Smámynd: Mummi Guð

Ég er einmitt búinn að vera að fylgjast með úrslitakeppninni í íshokkí á netinu og er orðinn spenntur að sjá hvernig þetta fer. Ég get rétt ímyndað mér hvernig er að vera í Pittsburgh núna, Pittsburgh er mikil íþróttaborg. Til dæmis þegar Pittsburgh Steelers unnu Superbowl 2006, þá var ekki hægt að kaupa kleinuhringi í borginni nema í svörtum og gulum lit.

Ætli ég droppi ekki bara Lost og reyni að finna netsíðu sem sýnir leikina.

Mummi Guð, 20.5.2008 kl. 12:08

3 identicon

Sæll Mummi

Ég varð nú bara strax lost í þessum þáttum, sá að vísu ekki fyrstu þættina.

Ef þú ert að leita að góðu sjónvarpsefni þá veit ég um gott sjónvarpsefni  á sunnudaginn kl. 2, en þá leikur Leeds úrslitaleikinn um sæti í 1.deildinni  á næsta ári

bið að heilsa í bili

Njáll (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 18:03

4 Smámynd: Mummi Guð

Njáll. Ég hef einmitt hugsað til þín varðandi þennan stórleik gegn Doncaster. Ég verð nú að segja að ég styð Leeds í að komast upp og verð verulega sáttur þá við niðurstöðuna úr 2.deildinni, þá komast þrjú stórlið upp Nottingham Forest, Swansea og Leeds.

Og takk fyrir að breyta sjónvarpsblogginu mínu í fótboltablogg!

Mummi Guð, 20.5.2008 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband