Enn eitt fótboltabloggið,
15.5.2008 | 23:36
Þetta er samt ekki alveg fótboltablogg, heldur frekar blogg um síðustu daga og þar hefur mikið snúist um fótbolta þar sem enska deildin er að ljúka og sú íslenska að byrja.
Um síðustu helgi lögðum við lönd undir fót og fórum á bernskuslóðir Fjólu og nutum gestrisni foreldra hennar. Við gátum ekki lagt af stað fyrr en eftir hádegi á laugardeginum þar sem ég var að vinna um morguninn og síðan þurfti ég að koma við í Ölver og horfa á mína menn í Crystal Palace spila í úrslitakeppni um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn fór ekki eins og ég hafði vonast til og eftir leikinn brunuðum við norður. Helgin var stórfín, var mikið slappað af og rúntað um nágrennið. Ég lenti meira að segja í að aðstoða við sortera fylfullu merarnar frá hinum. Var þetta ný reynsla fyrir mig þar sem að það eina sem ég vissi um hesta þegar ég kynntist Fjólu var að hestabörnin hétu folöld og hægt væri að kaupa hesta í kjötborðum í stórmörkuðum.
Ég eyddi reyndar stórum hluta helgarinnar í símanum, þar sem við ákváðum að fá okkur öryggiskerfi í húsið okkar í síðustu viku og stóra prófraunin var um helgina og það má segja að kerfið hafi kolfallið á prófinu. Þar sem öryggiskerfið fór látlaust í gang og voru það kisurnar sem settu það í gang hvað eftir annað. Þannig að ég þurfti hvað eftir annað að tala við öryggisverðina um lausnir. Í vikunni kom síðan tæknistjóri og lagfærði kerfið þannig að lítil hætta er á kerfið fari í ganga þó kisurnar klóri sér á bak við eyrun.
Í þessari norðurferð fékk ég mynd af okkur Hugin saman, þetta er sennilega síðasta myndin sem er tekin af okkur saman, en hún var tekin í fermingarveislu 4 dögum áður en Huginn Heiðar dó. Ég var ekkert smá ánægður að fá svona flotta mynd af okkur saman, þó myndin sé ekki alveg í fókus þá finnst mér hún frábær og læt hana fylgja þessari færslu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:37 | Facebook
Athugasemdir
Frábær mynd af ykkur feðgum, dýrmæt minning.
Knús í bæinn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.5.2008 kl. 00:49
Yndisleg mynd Mummi minn, alveg yndisleg. Litli fallegi snáðinn..svona er gott að muna hann í pabbafangi
Ragnheiður , 17.5.2008 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.