Glad All Over.
16.4.2008 | 23:24
Gamall draumur rættist um helgina þegar ég fór á leik með Crystal Palace á Selhurst Park. Leikurinn endaði með sigri minna manna 2-0 og erum við í ágætri stöðu í að komast í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni. Ég býst ekki við að allir lesendur þessa bloggs viti hvað umspilið er, en það skiptir ekki máli.
Stuðnigsmannalag Crystal Palace er lagið Glad All Over með Dave Clarks Five. Lagið er spilað fyrir alla heimaleiki og í hvert sinn sem Palace skorar og eftir sigurleiki. Ég fékk því tækifæri til að syngja lagið 4 sinnum á laugardaginn, en söng þess á milli með hinum stuðningsmönnum liðsins hin ýmsu lög sem ég kunni ekki og hafði aldrei heyrt áður.
Ég fór á föstudeginum að Selhurst Park til að kaupa miða og einhver föt til að vera í á leiknum. Eftir að hafa rætt aðeins við starfsmenn verslunarinnar og fengið treyjur og miða þá fór ég aftur til miðborgarinnar. Ég mætti aftur á laugardeginum kom við á stuðningsmanna pöbbinum, Clifton Arms og fékk mér einn kaldann áður en ég fór á völlinn. Þegar þangað var komið var útimarkaðsstemning, þar sem það var verið að selja gamlar treyjur og húfur og ýmislegt annað smádót. Var hægt að gera stórgóð kaup þar en treyjurnar voru seldar á 3 pund, sem þykir ekki mikið.
Stemningin á vellinum var stórgóð og ekki var verra að úrslitin voru svona góð. Það sem vakti sérstaka athygli mína er það að þó að Palace sé eitt af þessum jójó-liðum sem flakkar á milli úrvalsdeildarinnar og fyrstu deildarinnar, þá er Palace smálið þegar kemur að leikvellinum. Ekki smálið sem á lítinn eða ræfilslegan völl, heldur smálið þar sem allt er svo persónulegt og vinalegt. Ég gekk um sama inngang og stjórnarmennirnir og hafði aðgang að sömu aðstöðu og þeir. Starfsmaðurinn sem seldi mér treyjurnar á föstudeginum, heilsaði okkur á laugardeginum þegar hann sá okkur.
Ég fór á leik með Arsenal í haust á Emirates, eftir að hafa upplifað þessa tvo leikvanga og séð umgjörðina hjá þessum tveim liðum, þá er ég enn stoltari af því að styðja Crystal Palace en ég var áður.
Ég tók smá myndband af því leikmenn Palace voru að koma inn á völlinn og hægt er að sjá það hér.
Athugasemdir
Alltaf skemmtilegt að koma á velli í UK. Hef einu sinni komið á Selhurst Park - þó ég styðji nú ekki CP - og það er hárrétt að þetta er vinalegur völlur.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 23:53
Glad all over:Til er lag, sem heitir þetta með hljómsveitinni ,,, Dave Clark Five,,,,,,,,,mikill stuðsmellur,,annars áfram Fram.
jensen (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 00:30
Ég veit hvað umspil er enda eru mínir menn í umspilssæti eins og staðan er núna og vonandi ná þeir að hanga á því fram yfir lokaumferðina.
En annars, velkominn heim og gott að þú fékkst að sjá sigurleik.
Njáll (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 17:44
Takk fyrir það, Njáll. Þessa dagana er erfitt að sjá annað en sigurleiki með Crystal Palace.
Nafni. Ég er sammála að það er alltaf að komast á velli í UK.
Jensen. Glad All Over er stuðningsmannalag Crystal Palace og hefur verið það í ein 30 ár í flutningi Dave Clark Five.
Mummi Guð, 17.4.2008 kl. 20:05
Veit ekkert hvað umspil er en þú verður kannski næsti júróvisjon kandidat okkar miðað við allan sönginn sem þú fluttir þarna í Englandinu!! Var ekki Drottningin hrifin?
Anna Valdís Guðmundsdóttir, 17.4.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.