Afmlisbarn dagsins: -Anthony Michael Hall.

Þar sem ég er núna kominn til landsins og nenni ekki alveg að blogga um Lundúnarferðina mína sem tókst æðislega. Þá ætla ég að koma með smá blogg um afmælisbarn dagsins, Anthony Michael Hall.

anthony-michael-hallHann var reyndar skírður því langa nafni Anthony Michael Thomas Charles Hall og fæddist í West Roxbury í Massachusetts þann 14. apríl 1968 og er því 40 ára gamall í dag. Anthony vakti fyrst athygli þegar hann lék í myndinni National Lampoon's Vacations árið 1983 ásamt Chevy Chase, Beverly D'Angelo, Randy Quaid, Christie Brinkley, John Candy og fleiri þekktum leikurum. Ári seinna sló hann í gegn í unglingamyndinni Sixteen Candles og ári síðar komu tvær þekktustu myndi Anthonys, Breakfast Club og Weird Science. Í kjölfarið fór að halla undir fæti hjá honum, aðallega vegna þess að hann átti erfitt með að velja réttu hlutverkin, til dæmis þá hafnaði hann bæði aðalhlutverkinu í Ferris Bullere's Days Off og Pretty in Pink, en valdi þess í stað að leika í myndum sem vöktu litla athygli.

Af mörgum  lélegum ákvörðunum, þá ber sú ákvörðun hæst í ferli Anthonys þegar hann hafnaði hlutverki Gomer Pyles í mynd Stanleys Kubricks, The Full Metal Jacket. Síðan þá hefur ferill Anthonys verið frekar viðburðarlítill. Hann sneri sér meðal annars í leik í framhaldsþáttum og koma fram í þáttum eins og "Tales From Crypt", "NYPD Blues" og fleirum þáttum. Ferill hans fór sennilega lægst þegar hann lék gestahlutverk í þáttunum, "Murder, She Wrote" með Angelu Lansbury í aðalhlutverki.

Anthony michael hallNúna er lífið aftur farið að ganga á betri veg fyrir Anthony Michael Hall, þar sem hann fékk aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum "Dead Zone". Hafa þættirnir gengið mjög vel og hefur frægðarsól Anthonys risið töluvert aftur. Vonandi nær Anthonys að halda frægðarsólinni sinni áfram á lofti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Það er oft svona með frægð og frama hann fer ekkert alltaf saman,hann getur samt alveg leikið drengurinn sá arna.

Kannski eins og þú segir er hans tími að koma á ný.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 15.4.2008 kl. 07:02

2 Smámynd: Anna Valdís Guðmundsdóttir

Mér fannst hann svo frábær Vacation! Eigum reyndar allar Vacation myndirnar og eru þær í sérstöku uppáhaldi hjá okkur.

Anna Valdís Guðmundsdóttir, 16.4.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband