London Calling.

Núna er ég að á leið til Lon og Dons ásamt Fjólunni. Við skipulögðum þessa ferð í janúar og keyptum flugmiðana og pöntuðum hótelið þá. Það má segja að þetta sé fyrsta fríið okkar Fjólu síðan Huginn fæddist. Við skelltum okkur öll fjölskyldan í sumarbústað í viku síðasta sumar og gekk það ótrúlega vel, er það eiginlega eina fríið sem fjölskyldan hefur átt saman í 3 ár. Ég og Fjóla höfum gert nokkrar tilraunir til að eyða smá tíma í okkur á undanförnum árum og það hefur alltaf eitthvað komið upp á sem hefur orðið til að breyta þeim áætlunum. Við ætluðum að eyða helgi í sumarbústað í byrjun desember, en það breyttist þegar Huginn veiktist og endaði á Hágæsludeildinni á Barnaspítalanum. Við gerðum líka tilraun í fyrravetur að eyða helgi í sumarbústað og það endaði þannig að ég hjúkraði Fjólu í bústaðinum, þar sem hún varð veik.

Við ákváðum að fara til Englands þessa helgi, Huginn átti að vera í Rjóðrinu og við áttum að slappa af í London og nota tækifæri meðal annars til að sjá stórliðið Crystal Palace spila við Scounthorpe. Eftir að Huginn dó þá hafa margir bannað okkur að hætta við ferðina og hafa mamma og tengdamamma verið harðastar við okkur, þær hafa skammað okkur eins og 5 ára börn og sagt að okkur ætti ekki detta í hug að hætta við þessa ferð. Við neyðumst sem sagt að fara í þessa ferð. Nei, án gríns þá kom eiginlega aldrei til greina hjá okkur að hætta við ferðina. Ég held að ef við hefðum hætt við ferðina hefði það orðið til að draga okkur frekar niður. Ég hefði aldrei keypt utanlandsferð á þessum tímapunkti, en þó ég hefði ekki gert það þá held ég að það sé rétt af okkur að fara í þessa ferð.

Núna erum við að fara yfir tékklistann sem ég fékk lánaðann hjá Gerðu bloggvinkonu, ég hef aðeins útfært hann fyrir mig. Farseðill....tjékk. Mynd af Hugin....tjékk. Kreditkort og pin-númer....tjékk. Vegabréf...tjékk. Fjóla...tjékk. Asnaleg kló...tjékk. Myndavél....tjékk. Föt...smá af fötum og restin versluð í London. Góða skapið og spenna...tjékk.

Ég held að ég sé tilbúinn fyrir London.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég hlakka mikið til að fara í mína fyrstu fótboltaferð til London eftir rúman mánuð. West Ham - eitthvað ... lokaleikur.

Njótið ferðarinnar vel, án efa hafið þið mjög gott af henni. Ég tók einu sinni viðtal við hjón sem svipað var ástatt fyrir og ykkur og gerði utanlandsferð þeim afar gott, þau voru þó mjög treg að fara, það þurfti fólk á borð við ykkar mömmu þína og tengdamömmu til að reka þau af stað!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.4.2008 kl. 00:50

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Svo er það bara áfram C.P og njótið vel Mummi.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 10.4.2008 kl. 07:12

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Þið eigið greinilega mjög skynsamar mæður. Ekki spurning að tilbreytingin gerir ykkur bara gott. Getur a.m.k. ekki skaðað. Góða ferð og munið að láta undan öllum óskynsamlegum hugdettum sem kunna að skjóta upp kollinum í ferðinni. Láta allt eftir sér í eina helgi - það er algert æði. Góða ferð! 

Björg Árnadóttir, 10.4.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Anna Gísladóttir

Góða skemmtun í London

Anna Gísladóttir, 10.4.2008 kl. 11:21

5 identicon

enjoy you´re selv. O.M.G. vildi að ég væri komin þarna út, elska þessa borg og leikhúsin.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband