Smá hugleiðing.

Huginn og hundarnir.Í morgun blogguðum við á heimasíðu Hugins Heiðars um allar þær tilviljanir sem okkur finnst vera í kringum andlát Hugins, tilviljanirnar eru svo margar að ég trúi því að Huginn hafi valið daginn til að kveðja okkur og er ég þakklátur fyrir það. Kannski er þetta vitleysa í mér, en ég vil trúa því að Huginn hafi valið þennan dag. Hann er búinn að eiga erfitt líf og þurft að berjast fyrir því svo mikið alla tíð og núna var hann orðinn fullsaddur á því og ákvað að kveðja okkur og gerði það svo fallega. Ég hafði svo oft hugsað um það að kannski ætti ég eftir að þurfa að taka ákvörðun um hvort hann ætti að lifa eða deyja. Það er að segja hvort það ætti að tengja hann við öndunarvél eða að slökkva á vél sem héldi honum á lífi, Huginn lét okkur ekki þurfa að taka þá ákvörðun. Hann dó á Gjörgæsludeildinni og vildi ekki koma aftur þrátt fyrir tilraunir bestu lækna á Íslandi.

Mér og Fjólu hefur verið ljóst lengi að Huginn yrði sennilega aldrei fullorðinn, fyrir tveim árum var okkur sagt að baráttann myndi standa frekar í vikur en mánuði, en hún varði í 2 ár eftir þetta. Þegar maður fær svona fréttir að barnið manns eigi eftir að deyja, þá er ansi auðvelt að finna einhvern sökudólg og kenna honum um það sem miður fer og ég get sagt það að það er auðvelt að finna sökudólg. Í stað þess að blóta sjúkdómnum, Guði og öllu því sem miður fer, þá ákváðum við að njóta lífsins með Hugin og njóta hvers dags sem við myndum eiga með honum. Í stað þess að lifa í reiði þá áttum við yndislegan tíma með Hugin og fengum örugglega að hafa Hugin svona lengi hjá okkur vegna þess hversu vel við nutum tímann saman.

Ég vil þakka ykkur öllum hlý orð og annað sem okkur Fjólu hefur borist frá ykkur. Ég vil líka biðjast afsökunar á því að hafa ekki skrifað neinar athugasemdir hjá mínum bloggvinum, ég hef reynt það en ekki tekist. Mér þykir vænt um ykkur öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Mummi minn, þetta er yndisleg færsla hjá þér og mér finnst þið hafa tekið svo rétta ákvörðun með að njóta hvers dags með elskunni litlu.

Ragnheiður , 27.3.2008 kl. 14:39

2 identicon

ahhh,,,, ég tárast bara við að lesa þessa færslu þína Mummi minn, einhverra hluta vegna er ég alltaf að hugsa um drenginn ykkar síðan ég las hér á blogginu ykkar að hann væri látinn. Huginn Heiðar ákvað það sannanlega snemma að vera hér á meðal okkar til að leyfa ykkur að kynnast honum svo þið gætuð minnst hans betur þegar hann yfirgæfi þessi jarðvist. Ég er sannfærð um það. Ég er þess fullviss að æðri máttarvöld ákveði hverjir fái að eignast veik börn, til þess að þroska okkur betur á einhvern máta.

Megi guð almáttugur styrkja ykkur á allan hátt á þessum erfiða tíma, ég hugsa mikið til ykkar og stórt knús til allrar fjölskyldunnar

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: Húsmóðir

Kæru foreldrar og fjölskylda.  Mig langar að votta ykkur mína dýpstu samúð .

Ég hef, eins og svo margir aðrir, fylgst með heimasíðu Hugins á Barnalandi nánast frá byrjun.   Mig langar að þakka fyrir að fá að hafa fengið að vera á línunni og fylgjast með, bæði í stórum og smáum sigrum, gleði og sorg.   Þessi litla einstaka hetja eignaðist fljótlega sérstakan stað í mínum huga.

Huginn Heiðar vissi vel hvað hann var að gera þegar hann valdi sér foreldra og fjölskyldu.   Þið eruð ótrúleg.    Megi guð almáttugur hjálpa ykkur á allan hátt.  með kærleikskveðju

Húsmóðir, 27.3.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ótrúlegar tilviljanir, hann vissi greinilega hvað hann var að gera, elsku karlinn. Það hefur verið afar lærdómsríkt, þroskandi og hreinlega mannbætandi að lesa skrifin ykkar Fjólu um Hugin Heiðar í gegnum tíðina. Allt æðruleysið, öll ástin og þetta með að njóta hvers dags. Þið eruð sannkölluð stórmenni.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:49

5 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Mummi minn og fjölskylda,ég þakka þann tíma sem ég fékk að fylgjast með ykkur hér í gegnum netið.Nú leyfum við fallegum minningum að lifa um yndislega dreng og þær gjafið sem hann gaf ykkur með nærveru sinni.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 27.3.2008 kl. 22:26

6 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ótrúlega sterk og þroskuð og einlæg færsla hjá ykkur bæði hér og á barnalandi. Ég vona svo sannalega að Guð og Huginn gefi ykkur styrk til að hlúa nú að hvort öðru og fjölskyldunni allri, og jafnframt að þið gefið sjálfum ykkur lof til að syrgja yndislegan baráttujaxl. Hugsanir mínar er hjá ykkur.

Kær kveðja Sigrún, Noregi 

Sigrún Friðriksdóttir, 28.3.2008 kl. 00:12

7 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 28.3.2008 kl. 12:38

8 Smámynd: Halla Rut

Ég skil nálvæmlega hvert þú ert að fara Mummi.

Sendi mínar bestu kveðjur til ykkar allra. 

Halla Rut , 28.3.2008 kl. 21:03

9 Smámynd: Gerða Kristjáns

Gerða Kristjáns, 29.3.2008 kl. 11:21

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flowers - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Sæll Mummi og fjölskylda.

"Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum." Sálm. 46:2.

Guð umvefji ykkur á þessum sorglegu tímamótum.

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir

Vopnafirði

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.3.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband