Hvað er í höfðinu á sumu fólki?

Stundum efast maður um að sumt fólk sé alveg með fulla heilastarfsemi. Að faðir láti 15 ára son sinn keyra sig þegar hann er á fylleríi er ótrúlegt. Þeir feðgar hafa líklega verið á leið út í sjoppu að kaupa bland þegar slysið varð.

Ég vorkenni syninum að hafa lent í þessu, þó ég viti ekki annað um málavöxtu en það sem stendur í fréttinni. En að pabbinn skuli gera þetta sýnir algjört ábyrgðarleysi af honum og hann er í raun að hvetja son sinn til afbrota með því að láta hann keyra.

Hvernig ætli þetta mál fari fyrir dómstólum? Sonurinn fær væntanlega einhverja refsingu fyrir aksturs án ökuréttinda, en ætli pabbinn fái einhverja refsingu. Ég er ekkert viss um það.


mbl.is 15 ára ökumaður ók útaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki veit hvað er í höfðinu á föðurnum. En eitt er víst, þar er engin heilastarfsemi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2008 kl. 18:55

2 identicon

pólverjar... þeir stunda þetta í Boló pólverjarnir., keyra heim fullir eftir að vera á barnum...viðbjóður

NN (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 20:01

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég vona að pabbinn fái refsingu, hann ber jú ábyrgð á barni sínu, sbr. móðurina (tryggingarfélags hennar) sem var dæmd til að greiða 10 milljónir vegna áverka sem barnið veitti kennaranum. Þetta er náttúrlega fáránlegt, ekki nóg með að barnið þurfi að upplifa drykkjuskap pabbans, heldur er það dregið út í vitleysuna! Sem alkabarn fæ ég fyrir hjartað ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.3.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband