Eitthvað verður að gera.
20.3.2008 | 10:25
Það er alveg ljóst að eitthvað verður að gera til að trassarnir fara með bílana sína í skoðun. það er nefnilega þannig að þeir sem fara ekki með bílana sína í skoðun eru oftast nær með lélegar druslur í óökuhæfu ástandi. Þess vegna fara þeir ekki með bílana í skoðun og akkúrat þess vegna þarf að gera eitthvað róttækt til að koma ónýtum bílum úr umferð.
Reyndar hef ég aldrei skilið af hverju lögreglan gerir ekkert í að stöðva þessa bíla og klippa númerin af þeim. Ég keyri ekki mikið, en alltaf þegar ég fer í umferðina þá sé nokkra bíla sem eru óskoðaðir og ég er ekki að tala um bíla sem eru komnir nokkra mánuði fram yfir skoðunardag. Ekki alls fyrir löngu þá þurfti ég eða vinnan mín að fá bíl lánaðan hjá bílaumboði í nokkra daga. Síðan þegar ég fer að skoða bílinn aðeins þá tek ég eftir því að bíllinn átti að fara síðast í skoðun í apríl 2006. Við höfðum samband við bílaumboðið og spurðum hvort þetta væri sniðugt að lána óskoðaðann bíl, bíl sem hafði ekki farið í lögbundna skoðun í 3 ár. Þeir kváðu yfir þessu og skyldu ekkert í því hvernig þetta fór framhjá þeim, bíllinn var nýkominn úr söluskoðun og þeir tóku eftir þessu. Enda kannski ekki von þar sem enginn þarf hvort eð er að fara með bílana sína í skoðun eins og málin standa í dag.
Ég ætla að koma með gamla sögu af bílaskoðunarmálum hjá mér. Fyrir nokkrum árum síðan lenti ég í tveim hörðum árekstrum með 6 daga millibili. Fyrst var svínað illilega fyrir mig svo ég keyrði í hliðina á bil og skemmdi bílinn minn mikið á hægra framhorninu. 6 dögum síðar var keyrt harkalega aftan á mig svo bíllinn stórskemmdist að aftan. Ég samdi við tryggingarnar að fá tjónið greitt út, en ég þurfti að semja við tvö tryggingafélög. Eftir sat ég með góða peningaupphæð og mikið skemmdan bíl. Ég fór að leita mér að bíl og var ekkert að flýta mér með að finna hann. Gamli bíllinn minn var í góðu standi nema hann var mikið klesstur. Ég var búinn að keyra bílinn í 1-2 mánuði og kominn var tími á að fara með bílinn í skoðun. Vinnufélagar mínir hlógu mikið af mér og sögðu að ég myndi aldrei fá skoðun á bíldrusluna mína, en ég hélt nú annað sagði að ég myndi fá grænan miða sem myndi þýða að ég gæti verið á bílnum í mánuð í viðbót.
Síðan fer ég með bílinn í skoðun og skoðunarmaðurinn labbar í kringum bílinn og skoðar hann vel, horfir á mig og bílinn til skiptis, svo mér leist ekkert á þetta. Síðan fer hann að spyrja furðulegra spurninga sem skoðunarmaður á ekki að spyrja um, hvernig fer hann í ganga á morgnana, hvernig er skiptingin og ertu með viðhaldsbók o.sv.frv. Síðan spyr hann mig hvað ég sé að hugsa í sambandi við bílinn, ætla ég að gera við hann eða hvað. Ég segist eins og er að ég er að leita mér að öðrum bíl og þegar ég er búinn að finna hann þá ætla ég að selja þennan. Þá snýr skoðunarmaðurinn að mér segist vilja bjóða mér 50.000 kall fyrir bílinn. Ég samþykki það með því skilyrði að ég kaupin fari í gegn eftir að ég hef fengið nýjan bíl og hann samþykkir það. Við tökumst í hendur þarna í skoðunarstöðinni og ég fæ grænan miða á bílinn.
Vinnufélagarnir voru spenntir þegar ég kom til baka úr skoðuninni og spurðu mig hvað sagði skoðunarmaðurinn sagði þegar hann sá bílinn? Hló hann ekki að þér? Og svarið var náttúrulega að hann þótti bíllinn svo flottur að hann keypti hann!
Eigendur óskoðaðra bíla þurfi að borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gaman að þessu
Jónína Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 10:31
Ég er sammála að það er alltof dýrt að láta skoða bílana. Það sem fer alltof mikið í taugarnar á mér eru bílarnir sem fara aldrei í skoðun.
Reyndar finnst mér það dálítið furðulegt ef það verður sent heim sektarreikningur ef bíllinn hefur ekki komið í skoðun. Bíllinn gæti verið inn í bílskúr í endurbyggingu eða í langri viðgerð.
Mummi Guð, 20.3.2008 kl. 12:28
Sammála þér Mummi Guð hann gæti verið í langri viðgerð eða erlendis sem ég held að stór hluti þessara bíla ´sé.
Svo er það verðið 7000 kr fyrir eina skoðun, hvað í ósköpunum er verið að borga fyrir? Þetta er 10 mínútna verk með engum efniskostnaði.
The Critic, 20.3.2008 kl. 13:28
Veit einhver hvar ökumaður á óskoðuðu ökutæki stendur gagnvart tryggingafélögunum ef hann lendir í tjóni? Á ekki tryggingarfélagið endurkröfurétt á ökumanninn vegna þess að hann var í raun á ólöglegu ökutæki þegar tjónið varð?
Fjóla Æ., 20.3.2008 kl. 14:12
Hæ, hæ
Frábær saga!! Ég vildi bara þakka fyrir innlitið (-in) á mína síðu og segja þér að ég kíkji líka á ykkur reglulega
Gleðilega páska!
Kveðja Anna Valdís
Anna Valdís Guðmundsdóttir, 20.3.2008 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.