Spúkí sjónvarpsefni.
18.3.2008 | 00:57
Ég hef sjaldan orðið eins hissa á nokkru sjónvarpsefni og því sem ég sá á sunnudagskvöldið. Þannig var að ég var með stillt á Stöð 2 í sjónvarpinu, það var langt liðið á kvöldið og ég var bara að horfa á sjónvarpið með öðru auganu, þátturinn sem var á dagskrá var búinn og nýr þáttur var að fara að byrja. Þá koma einhverjar truflanir í sjónvarpið og það birtist myndband af Hugin Heiðari þar sem hann var sem veikastur, það sýnir hann vera að leika sér og það heyrist í Fjólu vera að leika við hann. Myndbandið var tekið upp á Barnaspítalanum í Pittsburgh í Bandaríkjunum.
Fyrst hélt ég að ég hefði rekið mig í fjarstýringuna á myndbandstækinu, en ég gerði mig fljótlega grein fyrir að svo var ekki, bæði þar sem myndbandspólurnar frá Bandaríkjunum eru geymdar á öruggum stað og að Stöðvar 2 merkið var á skjánum. Ég og Fjóla horfðum á þetta innskot í einhverjar sekúndur, hversu lengi veit ég ekki en þetta var örugglega í hátt í hálfa mínútu og þá kom auður skjár í smástund og dagskráin hófst aftur.
Ég á erfitt með að skilja það af hverju þetta var sent út. Þetta var myndband sem við tókum upp í Bandaríkjunum skömmu áður en Huginn gekkst undir lifrarígræðslu í maí 2005. Skömmu eftir að við komum heim frá Bandaríkjunum í október 2005, þá var fjallað um okkur í fréttum Stöðvar 2, við lánuðum þeim á Stöð 2 myndböndin okkar svo hægt væri að myndskreyta fréttina með myndum frá Barnaspítalanum í Pittsburgh. Þar til á sunnudagskvöldið þá höfðum við ekki orðið varir við nein myndbandsbrot af Hugin í sjónvarpinu. En mikið var þetta óþægilegt að fá að sjá Hugin svona allt í einu og óumbeðið og óvænt.
Athugasemdir
Mjög skrýtið. Hefurðu talað við St.2?
Björg Árnadóttir, 18.3.2008 kl. 13:54
Ég hef ekki talað við Stöð 2 um þetta og hafði ekki endilega hugsað mér það. En því meira sem ég hugsa um þetta því furðulegra finnst mér þetta vera.
Mummi Guð, 18.3.2008 kl. 17:10
Vá, þetta er mjög skrýtið!!! Vægast sagt. Ekki minnist ég þess að hafa séð þetta, horfði á Stöð 2 þetta kvöld, en kannski ekki allan tímann.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.3.2008 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.