Björgum raunverulegum menningarverðmætum.
1.3.2008 | 18:34
Á sama tíma og kóngarnir í Reykjavík, þeir Vilhjálmur og Ólafur eru tilbúnir að eyða 1.000 milljónum í að endurgera ónýta og ómerkilega húskofa, þá eru ekki til peningar til að borga 80 milljónir fyrir fyrstu þotu Íslands. Ég tel sögu Gullfaxa mun merkilegri en hjallanna á Laugarvegi 4-6. Þetta er fyrsta þota landsins og er upphaf þess að Íslendingar gátu farið að ferðast á þægilegan og einfaldan hátt. Það má segja að Gullfaxi sé nokkurs konar merki þess að landið sé ekki lengur einangruð eyja, heldur eyja í alfaraleið. Ég legg til að Gullfaxa verði bjargað.
Á vef Víkurfrétta er áhugaverð umfjöllun um vélina.
Fyrsta þota Íslendinga í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála ykkur strákar. Það væru varla margar þjóðir sem gætu hreykt sér af því að eiga sína fyrstu þotu á safni. Held að Árni Matt ætti að taka þumlana úr afturendanum og opna budduna.
Taxi Driver, 1.3.2008 kl. 18:56
Svona "kurteisar" kveðjur eru ekki málinu til framdráttar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2008 kl. 19:10
Strákar,
Ég sendi inn athugasemdir á blogsíði Stefáns Friðriks á Akuureyri. Þið hefðuð kannski gaman að lesa það.
Kveðja
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 00:06
Orð að sönnu, björgum flugsögunni, reyndar hefði þurft að vera til Monsi eða "Rolls" eins og þær voru kallaðar, en líklega er það orðið of seint, en þær vélar ruddu brautina fyrir einu al öflugasta flugfélagi sem flogið hefur milli Ameríku og Evrópu.
Jón Svavarsson, 2.3.2008 kl. 00:22
Ég er á þeirri skoðun, að það eigi að bjarga þessari þotu. þó svo henni hafi verið breytt í flutningavél.
Var ekki Páll Sveinsson Farþegavél.?? sem nú er notuð í Landgræðslu.
Var stjórnborðinu ekki breytt lítilsháttar.?? er nokkuð mál að breyta því í sína upprunnalegu mynd.?
Menn eiga eftir að naga á sér neglunar, ef Gullfaxa verður ekki bjargað frá niðurrifi.
Sölvi Arnar Arnórsson, 2.3.2008 kl. 00:54
Það er eftir öðru í þjóðfélaginu að þessi þota er líklegast sett í ruslið. Mörgu öðru sem fargað er kostar kannski mun minna að varðveita ef heilinn er notaður rétt.
Þotan er ein stærsta breyting sem landsmenn hafa upplifað. Með henni var einangrun landsins rofin. Hvernig tengist það menningarverðmætum, tjah, má ekki bara skrifa heila bók um það?
Ólafur Þórðarson, 2.3.2008 kl. 02:37
Er það ekki menning að byggja hús, er það ekki menning að skrifa bók, blog og þar fram eftir götunum. Er ekki Þjóðmynjasafnið og varveisla handritana menning, eigum við að ræða það eitthvað frekar???
Jón Svavarsson, 2.3.2008 kl. 03:49
Væri nú ekki einfaldast ef fólk vill að Ísland eignist þessa vél að snúa sér til fyrri eigenda, Icelandair?
Gulli (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.