Er þetta það sem við viljum.

Núna var ég að lesa yfir fréttir hér á mbl.is og mér finnst fréttirnar ekkert góðar. Pólskur karlmaður að káfa á 11-12 ára stelpum í Sundmiðstöðinni í Keflavík, tveir brasilískir karlmenn að staðnir að því að setja óþekkt lyf í glös stúlkna á skemmtistað. Tveir Litháar sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómar falla yfir þeim. Í gær var fréttir af tveim erlendum mönnum sem voru staðnir af því að brjótast inn í skartgripabúð og stela þaðan miklum verðmætum og reyndu síðan að stinga lögregluna af með ofsaakstri í gegnum íbúðarhverfi. Ekki er langt síðan að ölvaður pólskur maður keyrði á barn í Keflavík með þeim afleiðingum að það dó, hann stakk af vettvangi og hafði engan áhuga á að huga að heilsu barnsins.

Þetta eru bara nokkrar fréttir sem ég man eftir í augnablikinu um ofbeldisverk innflytjenda að undanförnu, en er öllum sama um að jafnvel dæmdir ofbeldismenn koma til landsins og hefja nýja lífið sitt hér með ofbeldisverkum og þjófnuðum? Af hverju er ekkert gert í málunum og jafnvel maður sem er sakaður um jafn alvarlegan glæp og að verða valdur að dauða barns er leyft að fara úr landi án þess að þurfa að sæta ábyrgð gerða sinna. Ég get ekki skilið þetta.

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að það eru ekki bara útlendingar sem fremja afbrot á Íslandi, en við höfum bara fullt í fangi með að eiga við íslenska afbrotamenn og eigum ekki þurfa að flytja inn glæpamenn frá austur Evrópu né annarsstaðar frá. Ég þekki nokkra Pólverja sem búa hérlendis og þeir eru hinir bestu menn. Það sem þeir segja um þessa afbrotamenn sem flykkjast til Íslands eru áhugavert, en þeir eru mjög mótfallnir þeim og vilja herða reglurnar sem myndi gera þekktum afbrotamönnum erfitt fyrir að koma til landsins til að vinna. Þetta eru Pólverjar að tala um aðra Pólverja og þetta getur því ekki talist kynþáttafordómar.

Núna eru örugglega einhverjir tilbúnir að kalla mig rasista fyrir þessa færslu. Ef það kallast rasisti að vilja landinu sínu það besta, þá er ég sennilega rasisti. Ég er umburðarlyndur gagnvart útlendingum og finnst frábært að fólk skuli flytja til landsins til að hefja nýtt líf og taka þátt í íslensku þjóðfélagi. En ég er ekki umburðarlyndur gagnvart erlendum glæpamönnum sem sjá Ísland sem saklaust land og koma hingað til þess eins að níðast á þjóðfélaginu.

Á meðan erlendir glæpamenn fá að stunda sína glæpi í friði, þá munu fordómar halda áfram að ágerast gegn erlendu fólki. Það dugar ekkert að láta Bubba syngja eitt lag með forsætisráðherra til að allt verði gott og engir fordómar verði til. Það sem þarf að gera til að minnka fordóma er það að það þarf koma í veg fyrir að dæmdir og hættulegir glæpamenn fái að labba inn í landið og setjast hér að án þess að nokkuð sé að gert. Það þarf að hjálpa þeim útlendingum sem vilja setjast hér að til aðlagast þjóðfélaginu og taka þátt í því. Ísland er frábært land og útlendingar sem vilja búa hér og taka þátt í þjóðfélaginu eru velkomnir, en ég vil ekki sjá þá sem koma hingað til að fremja sín afbrot. Þeir mega vera heima hjá sér áfram, Ég er umburðarlyndur gagnvart útlendingum, en ekki gagnvart glæpamönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ekki ætla ég að kalla þig rasista því ég er sammála þessari færslu þinni. Mér finnst frábært að bæta í flóruna hérna á íslandi og að fá fólk hingað inn til landsins en það verður að passa betur upp á það hvernig fólk fær að koma til landsins, ekki glæpamenn sem eru kannski búnir að sitja af sér dóm í sínu heimalandi

Huld S. Ringsted, 25.2.2008 kl. 20:44

2 identicon

Hjartanlega sammála!

Það hefur verið á hverjum degi fréttir af erlendum mönnum sem eru að brjóta alvarlega af sér. Og þeir gera sér örugglega ekki grein fyrir því hvað þeir eru að skemma fyrir harðduglegu og löghlýðnu erlendu fólki sem hér býr! Þeir pæla ekkert í því!

Þetta er glæpahyski sem á að senda með fyrstu vél í burtu! Og sjá til þess að svona ruslaralýður komist ekki hingað til lands!

Ríkisstjórnin verður að fara að VAKNA!! og gera eitthvað í þessu! Það er ekki nóg að mæta á tónleika og syngja eitt lag (forsætisráðherra) heldur verður að grípa til aðgerða! NÚNA!

Íslendingur sem er annt um landið sitt! 

Íslenskur borgari (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 20:45

3 Smámynd: Ragnheiður

Við erum ekki að gera heiðvirðu fólki sem hingað kemur til að vinna neinn greiða með að flytja inn hvern sem er. Þetta ástand bitnar einna verst á þeim eða ja fyrir utan fórnarlömb þessara manna.

Málið með barnið í Keflavík er alveg skelfilegt.

Skoða betur þá sem hingað vilja koma og sjá hvort ástandið lagast ekki við það. Við höfum næg vandamál að kljást við sjálf.

Ragnheiður , 25.2.2008 kl. 20:49

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég er að ég tel heimsmaður Mummi og hef búið erlendis,og jafnvel með erlendri konu hér á mínum yngri árum.Samt verð ég bara að vera hreinskilinn mér finnst ég hreinlega búa núna í harlem eða einhverju gettói og ég sem bara bý í gamla góða Reykjanesbæ.Kallið mig hvað sem er rasista eða jafnvel eitthvað verra,en ég vil ekki bjóða börnum uppá svona viðbjóð og ég fer reglulega með þau í sund hér í bæ sem þessi brot voru framin.Ég er sko ekki ánægður með hvað er að verða um bæinn sem ég ólst upp í það talar ekki nokkur maður orðið íslensku hér um slóðir.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 25.2.2008 kl. 22:10

5 identicon

Íslendingar eru ekkert skárri en útlendingar svo þetta eru bara fordómar hjá þér.

Gunnar (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 14:35

6 identicon

Þetta var ég að fá sent frá félaga mínum:Í kjölfar þess að brasilíumenn voru teknir fyrir að setja lyf út í drykki
kvenna á Vegamótum um helgina þá hefur skapast umræða á ýmsum bloggsíðum.
Þetta sá ég á einu blogginu:

"Já það má ekki líta af glösum á skemmtistöðum í dag, sonur minn var nú um
daginn á venjulegum veitingastað með vinkonum sínum og talar ein þeirra
erlent tungumál og skildi hún þarafleiðandi mennina sem sátu við næsta
borð. Hún lagði við hlustir og heyrði þá skipuleggja hvernig þeir gætu
komið fram vilja sínum við þær og ein uppástungan var á þá leið að draga þær
inní húsasund og troða í þær dópi og koma fram vilja sínum. Krakkarnir
hringdu á lögregluna og kom í ljós að þeir voru allir undir áhrifum
efna, hvað svo verður er undir lög og reglum landsins, allavega vona ég að
þeim verði ekki klappað á bakið og sagt svona svona ekki gera þetta."

Óhugnalegt.

BrynjarE (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 15:24

7 Smámynd: Mummi Guð

Mér finnst vera fyrir löngu kominn tími til að gera eitthvað í þessum málum. Þó að Frjálslyndiflokkurinn sé með eitthvað á sinni stefnuskrá, þá finnst mér að þetta eigi að vera þverpólitískt mál. Það ætti að vera hlutverk allra stjórnmálamanna að hugsa um hag Íslands og þeirra sem búa landið og þá er ég líka að tala um erlenda íbúa landsins.

Þannig er það bara að margir sem hingað hafa komið eru aldir upp við það að bera ekki virðingu fyrir öðrum, hugsa bara um sjálfa sig hvað sem það kostar og þessi athugasemd frá Brunjari, ég trúi henni alveg.

Mér finnst vera fyrir löngu vera kominn tími á að krefjast sakavottorðs fyrir atvinnuleyfi.

Mummi Guð, 26.2.2008 kl. 22:40

8 identicon

GEt nú ekki sagt að þú sért rasisti líkt og einn hér fyrir ofan vill meina (allavega með fordóma), það er eins og ekki megi nefna þessa útlendinga á nafn hér á blogginu án þess að vera stimplaður rasisti, eins gott að þú verðir ekki nefndur "Rasista kóngur bloggsins" vegna þessarar færslu Mummi minn , þá ætla ég að biðja þig um að halda að þér höndum og fara ekki í mál við viðkomandi. En ég er samt heilshugar sammála þér varðandi þessi mál. það á að krefjast sakavottorðs af öllum þeim sem koma hingað til lands.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 17:06

9 identicon

Alveg sammála þér. En síðan er þetta farið að vera þannig að maður má ekki lengur segja sína skoðanir á Útlendingum af því að þá er maður rasisti. Sumt er bara sannleikur um einhvern einn einstakling, ekki endilega rasismi. Þetta er farið að vera svolítið pirrandi

Fríða K (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 19:14

10 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sakarvottorð fyrir atvinnuleyfi. Hljómar eðlilega. Gott blogg!

Ólafur Þórðarson, 2.3.2008 kl. 02:41

11 Smámynd: Mummi Guð

Takk fyrir það.

Mummi Guð, 2.3.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband