Fordómafullir Danir.
18.2.2008 | 20:33
Mér finnst Danirnir vera fordómafullir og sýna mikið útlendingahatur gagnvart Íslendingum með því að tilgreina þjóðerni Íslendinganna. Þetta er smá kaldhæðni hjá mér, þar sem að á Íslandi verður allt brjálað ef fjölmiðlar segja frá því að afbrotamennirnir séu erlendir. Ég er ekki sammála þeim sem halda því fram að með því að tilgreina þjóðerni afbrotamanna beri það vitni um fordóma og útlendingahatur, heldur sé það hluti af fréttinni.
Feðgar handteknir fyrir líkamsárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eigiði erfitt ? Þessir hálfvitar eru Íslendingar, af hverju ætti að reyna að leyna því ?? Danir sýna ekki vott um útlendingahatur, en eru kannski kjaftstopp yfir því að fíflin fljúgi milli landa til að slást.
Jonina Christensen (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 21:35
Gott hjá þeim, lumbra á þessu dana pakki
Gibri (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 22:04
Jonina Christensen .. Kannski átt þú bara erfitt með að lesa bloggið eða skilur ekki hvað orðið kaldhæðni þýðir.
mæli með að þú lesið alla blogggreinina ..
jonas (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 22:09
Jonina. Ég á ekkert erfitt og skil ekki hvað þú ert að fara með þessari athugasemd. Ég vil benda þér á að lesa aftur yfir það sem ég skrifaði og anda síðan út um nefið.
Mummi Guð, 18.2.2008 kl. 22:09
Inn og út um nefið.......
Gerða Kristjáns, 18.2.2008 kl. 23:26
Já það er oft svo hvort sem maður segir eitthvað í kaldhæðni,eða langar í vindil svo ekki sé nú talað um að létta af skinnsokk sínum það bara má ekkert orðið í friði.hehehehe
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.2.2008 kl. 06:51
Sko, stundum er erfitt að láta kaldhæðni skila sér á prenti en.... það stendur í pistlinum að þetta sé kaldhæðni!! Kommon.... anda djúpt og telja uppá 10.....
Björg Árnadóttir, 19.2.2008 kl. 18:19
Sorrý, skammast min bara soldið fyrir að vera Íslendingur í Danaveldi í augnablikinu. Anda inn, anda út, anda inn..........
Jonina Christensen (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.