Rafmagnsleysi getur haft alvarlegar afleiðingar.

Huginn Heiðar er núna í Rjóðrinu og varð smá uppistand þar þegar rafmagnið fór af í nótt án þess að vararafstöðin færi í gang. Huginn var sofandi í B-PAP vélinni sinni þegar það gerðist og þurfti að taka Hugin úr vélinni og setja hann á súrefnisgleraugu og svaf hann með súrefnisgleraugun þar til að rafmagnið komst á aftur. En okkur skilst af Rjóðrið hafi "bara" verið án rafmagns í rúma tvo tíma. Við höfum fulla trú á að vinirnir okkar í Rjóðrinu fari yfir sín mál og hvað fór úrskeiðis í nótt, ef eitthvað fór óskeiðis og hvað fór vel.

Við þurfum nefnilega að læra af öllum þeim aðstæðum sem koma upp og hugsanlega geta komið upp, það höfum við einbeitt okkur að. Við vitum að rafmagnið getur farið af hvenær sem er og þegar það gerist þá verðum við að vita hvað við eigum að gera. Ég held að ekkert heimili á landinu séu með eins mörg vasaljós og mitt, það sem meira er að ég veit hvar vasaljósin eru og er ég til dæmis með eitt á náttborðinu hjá mér. Þá erum við með sérstakan neyðarkassa sem inniheldur alla þá hluti sem við hugsanlega þurfum að nota ef eitthvað kemur upp á.


mbl.is Rafmagnslaust í fjóra tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband