Geir Haarde á að mynda nýjan meirihluta í Reykjavík.

reykjavikNúna á Geir Haarde á taka fram fyrir hendur á Sjálfstæðismönnum í Reykjavík og mynda nýjan meirihluta með Samfylkingunni. Staðan er þannig í dag að meirihlutinn er nánast óstarfhæfur og ég held að allir séu sammála um að þessi meirihluti sem núna er við völd muni ekki ná að sitja út kjörtímabilið, svo veikur er hann. Framganga Sjálfstæðismanna hingað til í Reykjavík hefur stórskaðað flokkinn á landsvísu og núna gengur þetta ekki lengur. Núna á forsætisráðherra að setjast niður með Ingibjörgu Sólrúnu utanríkisráðherra og saman eiga þau að mynda starfhæfann meirihluta í Reykjavík, það er það eina sem getur bjargað Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er orðin og það er líka það eina sem getur bjargað Reykjavík svo borgin verði ekki stjórnlaus næstu 2 árin.


mbl.is Pólitísk staða Vilhjálms rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband