En eitt óhappið sem má rekja til framkvæmdaleysis.
9.2.2008 | 20:51
Umferðaróhappið sem varð í kvöld á Reykjanesbraut varð á þeim kafla þar sem framkvæmdum er ólokið verður sennilega ekki kláraðar fyrr en 2009. Það er orðið spurning um hvað þessar framkvæmdir eru orðnar dýrar fyrir þjóðfélagið, þá er ég að meina hversu hár er kostnaðurinn orðinn vegna allra þeirra umferðaróhappa og slysa sem hafa orðið á þessum kafla. Af hverju ber enginn ábyrgð á þessum töfum og umferðarslysum sem hafa orðið þarna. Er það ekki hlutverk Vegagerðarinnar að ráða þá verktaka til verksins sem geta klárað verkefnið eða er það hlutur Vegagerðarinnar að ráða þann sem býður lægst? Hefði þá ekki verið betra að semja við þann sem var með næstlægsta tilboðið ef hann hefði þá getað klárað verkið?
Búið að opna Reykjanesbrautina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefur þú ekið þarna um, Slembni einstaklingur, í veðri eins og er núna? Ég fer þarna reglulega og finnst því miður merkilegt að það hafi ekki orðið alvarlegt slys ennþá.
Fjóla Æ., 9.2.2008 kl. 21:52
Kannski var einhver þarna á ferðinni sem ekki er vanur að keyra brautina. Hún er nefnilega ekkert voða spennandi fyrir vana hvað þá óvana, sérstaklega á þessum kafla þar sem ljósastaurarnir virka ekki og myrkrið er algert + þessar þrengingar inn á "gamla veginn". Ekki skemmtilegt að keyra þessa leið.
Fjóla Æ., 9.2.2008 kl. 22:17
Það er rétt að það á ekki að láta Vegagerðina bera ábyrgð á vanhæfum ökumönnum. En eiga ökumenn ekki rétt á að vanhæfir verktakar séu ekki látnir koma nálægt umferðarframkvæmdum?
Það sem er að gerast á Reykjanesbrautinni er það að hún er uppfull af slysagildrum og Vegagerðin ber ábyrgð á því og eiga að axla ábyrgð. Það þýðir ekkert að kenna vanhæfum ökumönnum um slysin þegar brautin er full af slysagildrum.
Mummi Guð, 9.2.2008 kl. 22:50
Þannig að ef ég sem atvinnubílstjóri sem keyri yfir 100.000 km á ári lendi í tjóni þá er það vegagerðini að kenna?
Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 10:17
Ómar, mér finnst þetta vera útúrsnúningur hjá þér. Það vita það allir að allir geta lent í umferðaróhöppum. Slembinn heldur því fram að allir þeir sem hafa lent í umferðaróhöppum á Reykjanesbrautinni eru vanhæfir ökumenn.
Þetta snýst um það hvort Vegagerðin eigi að halda uppi einhverjum ævintýra verktökum á kostnað umferðaröryggis.
Mummi Guð, 10.2.2008 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.