Fönn, fönn er ekki fun!

Vá hvað maður getur orðið þreyttur á þessu veðri. Ég eyddi deginum í dag að mestu leyti við að moka snjó og þjösnast á vinnubílnum sem sat fastur á milli klukkan 8 og 9 í morgun og síðan aftur á milli klukkan 10 og 14. Í stað þess að vera að vinna inni í hlýjunni þá var ég með skóflu í hendi og kalinn á skallanum mesta hluta dagsins. Reyndar var vinnustaðurinn nánast óvinnufær vegna manneklu, af 8 starfsmönnum voru 3 að moka snjó, einn var í fæðingarorlofi, einn að taka bíómynd og þá voru bara þrír eftir sem þurftu að sjá um alla vinnuna og mikið öfundaði ég þá. Núna sit ég hér fyrir framan tölvuna og finn hvernig heilinn á mér er að þiðna.

Mér leið í dag eins og þessum hörku bílstjórum sem þurfa að keyra yfir allar stóru heiðarnar í kafaldsbyl og þegar þeir eru komnir efst á heiðina, þá stoppa þeir til að keðja dekkin berhentir. Nema það að ég skalf eins og hrísla í kuldanum, ég fékk aðstoð frá öðrum vinnufélögum til að reyna að losa bílinn og ef það hefði ekki tekist þá hefði ég bara skokkað upp í Leifsstöð sem var í 100 metra fjarlægð frá pikkföstum bílnum og fengið mér samloku og kók og tekið leigubíl heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hata snjó.

Kjartan (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband