Handboltinn er byrjaður. Púfff.

Mikið er ég feginn núna að vera ekki "handboltafíkill", það er bara þannig að ég get ekki fundið spennuna yfir því að horfa á handbolta. Ég fylgist með flestum íþróttum, hef mjög gaman af fótbolta, er fótbolti íþróttin sem ég hef mestar mætur á. Auk þess fylgist ég ágætlega með körfuboltanum og líka með ameríska fótboltanum, en áhugi minn á þeirri íþrótt tengist nær eingöngu mínum mönnum í Pittsburgh Steelers.

Ég horfði samt á landsleikinn í sjónvarpinu í kvöld, aðallega vegna þess að ég er í minnihluta á heimilinu hvað varðar handboltaáhugann. Eins og svo oft áður þá varð ég ekkert spenntur yfir leiknum en hafði þeim mun meira gaman af lýsendunum og fannst þeir ekki vera mjög hlutlausir. Það var ótrúlegt að hlusta stundum á þá. Stundum mátti ekki koma við þá íslensku án þess að þeir fóru að kvarta yfir lélegri dómgæslu og í næstu sókn var brotið illa á Svíunum án þess að dómarinn dæmdi, en það þótti þeim ekkert athugavert. En svona eru íþróttirnar og eflaust eiga lýsendurnir að vera hlutdrægir þar sem þetta er nú íslenska landsliðið.


mbl.is Svíar sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband