Frá hvaða plánetu kemur Pétur Blöndal?
10.1.2008 | 23:11
Ég var að hlusta á Bylgjuna í morgun, á þáttinn Í Bítið. Þar rættu umsjónamennirnir meðal annars við alþingismennina Pétur Blöndal og Guðjón A Kristjánsson. Þegar þeir fóru að ræða skattamálin þá varð ég hneykslaður og hissa á ummælum Péturs. Þegar hann var kosinn fyrst á þing fyrir einhverjum 13 árum þá sagði hann að tekjuskattur væri tímaskekkja og það besta sem gæti gerst fyrir þjóðfélagið væri að losa það undan tekjuskattinum. Á þessum 13 árum sem Pétur hefur setið á þingi þá hefur hann ekki náð að koma sínum breytingum í gegn, enda þarf ekki mikinn stærðfræðing til að sjá að Ísland án tekjuskatt gæti aldrei gengið upp. Til gamans má geta að Pétur er stærðfræðingur.
Í þættinum í morgun þá var talað um hvernig væri best að tryggja þeim lægst launuðu kjarabætur í komandi samningum. Þegar umræðan fór að snúast um að hækka skattleysismörkin þá byrjaði Pétur að blása og taldi það vera arfavitlausa leið þar sem hún væri leið til festa fólk í fátæktargildru. Hann sagði að ef fólk fyndist það vera með of lág laun, þá á það að auka tekjur sínar og leiðarnar eru fjórar sem því stendur til boða. Í fyrsta lagi að vinna meiri aukavinnu, í öðru lagi að fá að bera meiri ábyrgð, í þriðja lagi að mennta sig og í fjórða lagi að skipta um vinnu. Vissulega er mikið til í þessu hjá honum, en hann gerir sér ekki grein fyrir að það er fullt af fólki sem getur ekki aukið tekjur sínar og hefur ekki aðstöðu til að fara í skóla. Mér fannst Pétur gleyma fimmta ráðinu, að flytja erlendis og freista gæfunnar þar.
Þegar Pétur var spurður af því hvað ætti hjúkrunarfræðingur að gera ef hún væri með of lág laun að hennar mati og svarið var einfalt, að skipta um vinnu! Og ef að allir hjúkrunarfræðingar myndu hætta, þá myndu launin hækka þannig virkar kerfið.
Enn einu sinni sýnir Pétur Blöndal hversu ómennskur maður hann er, ef svo má að orði komast. Allar hans hugsanir snúast um peninga og hann virðist vera algjörlega sneyddur öllu mannlegu og tilfinningar eru eitthvað sem fer lítið fyrir í hans málflutningi. Ég kynntist aðeins hans málflutningi í kringum lög sem sett voru til að bæta hag fjölskyldna langveikra barna fyrir nokkrum árum síðan, Pétur átti þá sæti í félagsmálanefnd sem fjallaði um lögin. Það er honum nánast einum að þakka að lögin voru meingölluð og sem betur fer er Jóhanna Sigurðardóttir búin að laga flesta meingallana hans Péturs. Síðan má spyrja sig að því, hverjum dettur í hug að setja Pétur í félagsmálanefnd, það hljóta að vera góðir húmoristar.
Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Ef það opnast ekki, þá er hægt að fara á heimasíðu Bylgjunnar og velja viðtalið hér.
Athugasemdir
Já það eru sko húmoristar sem velja hann í félagsmálanefnd að ekki sé minnst á spaugarana sem kjósa hann sífellt á þing !
Ragnheiður , 11.1.2008 kl. 18:27
Ég er kannski harðorð en maðurinn er fífl, s.s. eitt stórt FIFL sem er það nískasta sem til er þó hann eigi nóga peninga þessi maður. Hann gat ekki einu sinni aðstoðað dóttur sína hér fyrir fáeinum árum þegar hún var í vandræðum og þurfti hún að leita aðstoðar félags einstæðra foreldra til að fá húsnæði en hún var á götunni. Dóttir hans ber honum ekki vel söguna v/nísku. Skil ekki að þessi maður skuli vera enn á þingi, hann er raunveruleikafirrtur að mínu mati.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 11:54
Það er sko langt síðan að ég sá að hann kemur ekki frá plánetunni JÖRÐ, það liggur við að ég skammist mín fyrir að vera mennsk þegar þessi maður opnar á sér munninn
Huld S. Ringsted, 12.1.2008 kl. 17:33
Sennilega kemur hann frá þessari gasþoku sem kemur inná vetrarbrautina eftir 20-40 milljón ár með hvelli og ljósashowi miklu.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 12.1.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.