Kofasöfnun í Reykjavík!
9.1.2008 | 21:35
Að undanförnu hefur mikið verið talað um friðuðu húsin við Laugarveg og finnst mönnum sitthvað um þau mál. Ég get engan vegin skilið af hverju verið er að friða þessa kofa sem verið er að tala um, þá er ég að tala um Laugarveg 4-6. Mér finnst mörg gömlu húsin flott og finnst frábært þegar hægt er að finna góða nýtingu fyrir þau. En mér finnst Laugarvegurinn á heildina forljótur í dag með alltof mörgum eldgömlum niðurníddum húsum og inn á milli þeirra eru há hús sem passa engan veginn við götumyndina. Staðreyndin er sú að þeir sem vilja varðveita gömlu húsin eru búnir að tapa baráttunni eins og er. Mér finnst að eitt og eitt gamalt hús eiga ekkert erindi á milli stórra og nýrra húsa, þau gera bara götumyndina ljóta og í versta falli hlægilega.
Svipað dæmi kom upp á Akureyri í vetur, það stóð til að rífa eitt ljótasta hús Akureyrar og byggja nýtt í staðinn. Húsið hafði verið í niðurníðslu í mörg og mikið lýti á bænum. Loksins þegar einhver ætlar að fara að framkvæma eitthvað og bæta götumyndina, þá er húsið friðað og af hverju? Það skil ég ekki.
Ég trúi ekki að það sé vilji meirihluta íbúa að eyða hundruðum milljóna í halda þessum kofum á Laugarveginum, en það er kostnaðurinn við það. Í dag var ég spurður hvað mér fyndist um þetta mál og ég sagði eins og er að mér finnst fáránlegt að vera að friða þessa kofa og ef ég væri skattgreiðandi í Reykjavík þá myndi ég miklu frekar vilja sá þessum hundruðum milljóna varið í önnur og þarfari mál.
Þá kom yfirlýsing frá Húsafriðunarnefnd að þeir ætla að leggja það til að kofarnir verði friðaðir og þar með er kostnaðurinn kominn á ríkissjóð og af hverju vill Húsfriðunarnefnd friða kofana? Nikulás Úlfar Másson formaður Húsafriðunarnefndar upplýsti það í Kastljósi í kvöld. Hann vill að kofarnir verði friðaðir vegna þess að honum líst ekki á húsin sem á að byggja í staðinn! Ég skil þetta ekki, er maðurinn hálfviti. Samkvæmt þessu þá hefðu þeir sem eiga kofana átt að byggja lítið hús í staðinn fyrir kofana og þá hefðu þeir ekki verið friðaðir og síðan hefðu þeir átt að rífa nýbyggðu húsin og byggja stærra og málið úr sögunni! Nikulási líkar sem sagt ekki við hvernig nýja húsið verður og vill friða það sem er fyrir, þó honum finnist ekki ástæða að friða það að öðru leyti.
Núna spyr ég, hefur Nikulás heimild til að eyða hundruðum milljóna úr ríkissjóði bara vegna þess að honum líkar ekki við hús sem á eftir að byggja? Ég er ekkert sáttur við að peningarnir okkar fari í svona bruðl og vitleysu, á sama tíma sitja nauðsynlegir hlutir á hakanum vegna peningaskorts. Ég vil að ríki og borg hætti að skipti sér af svona óþarfa hlutum, það á að rífa þá kofa sem eru í niðurníðslu og erum engum til prýði. Ég held líka að opinberir aðilar ætti að hætta að hlusta á hinn háværa minnihluta og fara að gera það sem almenningur vill.
Athugasemdir
Svo sammála hverju einasta orði í pistlinum hjá þér! ég skil ekki svona vitleysu, það er fullt af fallegum gömlum húsum sem er einhvers virði að halda upp á en þessi kofar á laugaveginum eru svo sannarlega ekki þess virði. Sama má segja um ljóta hjallinn hérna á Akureyri sem á núna að friða
Huld S. Ringsted, 9.1.2008 kl. 23:09
Þessi Nikulás var alveg eins og fávita kjáni í viðtalinu í kvöld. Að þessi eini maður skuli hafa svona mikil völd. Svo sagði hann að hann vissi að einhverjir kæmust "í klípu" vegna þessa en hallaði sér aftur og sýndi glögglega að honum var alveg sama. Þetta er bara ekki í lagi.
Veit einhver hver skoðun Menntamálaráðherra er á svona málum?
Halla Rut , 10.1.2008 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.