Ég var nokkuð sannspár.
28.12.2007 | 20:27
Ég var að sýna enn einu sinni hversu sannspár ég er, en ég spáði Margréti Láru titillinn. Ég spáði að handboltamaður myndi lenda í öðru sæti, en hafði ekki réttan handboltamann. Ég sagði að Birgir Leifur myndi hafna í þriðja sæti en hann endaði í fimmta sæti. Ragna sem ég spáði í fjórða sæti hafnaði í þriðja sæti.
Það eina sem ég klikkaði á var að ég spáði Eiði Smára á topp 5 listann, en það var Jón Arnór sem var fimmti maðurinn á listanum, en hann endaði í fjórða sæti.
Spá mín og rökstuðingur minn fyrir valinu:
1. sæti. Margrét Lára Viðarsdóttir. Hún verður valin af því að svo margir vorkenna henni eftir að hún var ekki valin best á Íslandsmótinu í haust og það uppistand sem varð í kringum það val er ástæða þess að hún fær titillinn í kvöld.
2. sæti. Guðjón Valur Sigurðsson. Það er alltaf handboltamaður á meðal tveggja efstu og ég held að Guðjón Valur sé líklegur til að fá flest atkvæði handboltamannanna.
3. sæti. Birgir Leifur Hafþórsson. Hann endar í þriðja sæti vegna þess að hann hefur verið duglegur að auglýsa sig og sinn "góða" árangur, þó flestar fréttirnar hafa verið um að hann hafi næstum því komist á aðalkeppnina þá tryggir öflugur fréttaflutningur honum 3ja sætið.
4. sæti. Ragna Ingólfsdóttir. Það verður allt brjálað ef bara ein kona verður á topp 5 listanum. Ragna er líklegust til að verða hin konan.
5. sæti. Eiður Smári Guðjohnsen. Hann fær 5 sætið vegna þess að hann er hjá Barcelona og æfir fótbolta með svo góðum mönnum. Það skiptir litlu þó hann sé varamaður.
Margrét Lára íþróttamaður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert lúnkinn í þessu Mummi það verður ekki af þér tekið.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 29.12.2007 kl. 09:30
Já, ég er nokkuð lúnkinn í þessu, ég er eiginlega hættur að koma mér á óvart.
Mummi Guð, 29.12.2007 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.