Afmælisbarn dagsins: -Christopher Hamill.

Í dag á afmæli Christopher Hamill, hann fæddist í Wigan í Englandi 19. desember 1958. Hann reyndi fyrir sér í tónlistinnin bæði í samstarfi með öðrum tónlistarmönnum og í hljómsveitum. Hann var meðal annars í pönkhljómsveitinni Vox Deus og í hljómsveitinni Crosswords. En hann sló fyrst í gegn með laginu "Too Shy" þegar hann var í hljómsveitinni Kajagoogoo. Christopher eða Limahl eins og hann kallaði sig naut mikillar vinsældar á "eighties" tímabilinu og varð hárgreiðsla Limahls nokkurskonar merki tímabilsins. Limahl var ekki lengi í Kajagoogoo og haustið 1983 var hann rekinn úr hljómsveitinni, við brottreksturinn dó frægðarsól Kajagoogoo, en Limahl hóf sólóferil sem varð hvorki langur né merkilegur. En hann náði þó að gera tvö lög sem urðu gríðarvinsæl. Það voru lögin "Only For Love" og "Neverending Story" úr samnefndri mynd. Það lag er án efa vinsælasta lag Limahls frá upphafi og eitt af minnistæðustu lögum "eighties" tímabilsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Mummi minn heheheh þú mátt ekki vera að minna mann á svona stuff,maður fattar þá svo vel hversu gamall maður er orðinn.Ég fílaði reyndar mjög vel lagið hans too shy þegar ég var ungur að djamma eins og ég kallaði þessa vitleysu mína.Bestu kveðjur Mummi minn Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.12.2007 kl. 07:08

2 Smámynd: Mummi Guð

Ég fílaði líka lögin hans í denn. En ekki hárgreiðsluna. Það er samt fyndið að af og til þá sér maður fólk með svona litað hár í dag.

Úlli. Við erum ekki gamlir. Við erum þroskaðir.

Mummi Guð, 19.12.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband