Tyrkland að búa sig undir þjóðarmorð.

tyrklandÞetta er enn eitt skrefið hjá Tyrkjum að hefja þjóðarmorð gegn Kúrdum. Þetta er búið að liggja lengi í loftinu, Tyrkirnir hafa smá saman verið að búa sig undir að hefja þjóðarmorðið og í nótt tóku þeir enn eitt skrefið. Mér finnst að Sameinuðu Þjóðirnar og vestræn lýðræðisríki eiga að taka sig saman í aðgerðum gegn Tyrklandi áður en þeir ná fremja frekari glæpi gegn Kúrdísku þjóðinni.

Það segir ýmislegt um Tyrkland að þeir fela sig á bak við PKK-samtökin og segjast vera að verja Tyrkland gegn þeim samtökum og þess vegna ráðast þeir á Kúrda. En Tyrkir vilja ekki að fólk viti að PKK séu ung samtök sem voru stofnuð vegna stöðugra árásar frá tyrkneska og íraska hernum á Kúrda. PKK hafa því miður farið niður á sama plan og Tyrkir og beita ofbeldi gegn saklausu fólki og fyrir það réttlæta Tyrkir árásirnar á Kúrda.


mbl.is Tyrkir gerðu loftárásir á Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Nákvæmlega. Við getum huggað okkur við að á meðan Nicolas Sarkozy er forseti Frakklands, þá fær Tyrkland ekki inngöngu í Evrópusambandið nema að þeir taki verulega til hjá sér í stjórnvaldinu, framkvæmdavaldinu og dómsvaldinu.

Mummi Guð, 16.12.2007 kl. 11:06

2 identicon

villimenn!

óskar (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 12:29

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Mummi þetta er bara byrjunin á enn meiri hörmungum vertu viss kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 16.12.2007 kl. 19:38

4 identicon

Fyrst og fremst vil ég segja að ég styð innrásina ekki eins og flestir Tyrkir sem ég þekki. Tyrkneskt her greip til heiftugari aðgerða oftar en einu sinni áður sem voru í raun bráðabirgðalausn í hryðjuverkamálum. Ég veit ekki hvort þú vissir að þetta sé að minnsta kosti 5. árás tyrknesks hers í Norður Írak eftir að PKK var stofnuð. En samkvæmt ummæli þinni sem hálfur Tyrki og hálfur Kúrdi get ég séð að þú ert fáfróður og hefur lítla sem enga þekkingu varðandi málið.

Samt sem áður þú getur slappað af vegna inngöngu Tyrkja í ESB, samkvæmt nýrri Gallupkönnun eru 60% Tyrkja á móti því.

Halim Hakan Durak (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 04:32

5 Smámynd: Mummi Guð

Ég tel mig vita nokkuð mikið um þetta mál og hef lesið töluvert um "deilur" Tyrkja og Kúrda og ég get ekki séð neitt í því sem ég skrifa þar sem ég lýsi yfir vankunnáttu minni í þessu máli.

Hvað er það í þessari grein sem segir að ég sé fáfróður og hafi enga þekkingu um málið? -Svar óskast.

Mummi Guð, 17.12.2007 kl. 06:48

6 identicon

Tyrkirnir eru ekki í húsum hæfir. Ég vona að evrópusambandið taki á þessum djöflum áður en þeir útrýma kúrdunum eins og þeir reyndu að gera við armenana.

Lárus (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 13:37

7 identicon

Þetta er mjög vítt mál til að útskýra allt hér en ég ætla að benda þér á vísbendingar um vankunáttu þína í þessu máli...

Til að byrja með þú ert að tala um deilur "Tyrkja" og Kúrda? Hvað er skilgreingin þin um Tyrki? Heldur þú kannski að í landi sem er kallað Tyrkland búa þjóðir sem heita "Tyrkir" og "Kúrdar" einungis? Ef svo er það er rangt! Það eru yfir 30 mismunandi þjóðir, næstum því allar með sitt eigið tungumál sem búa saman hlið við hlið í Anatolíu (á meðal þeirra Kúrdar, Laz, Zaza, Tsjerkes, Tsjetsjníumenn, Arabar, Asúrianar, Ladino Gýðingar, Bosniakar, Albanar, Makedónar,  Armenar, Grikkir, Sígaunar, Pómakar, Persar, Jöruk, Túrkmenar, Alevítar, Gurcu, Rússar, Búlgarar, Nusayri, Yezidi, Durzi o.sv.fr. Það er varla hægt að tala um hreinræktaða Tyrki). Þegar þú segir deilur á milli Tyrkja og Kúrda, ertu að meina "allir hinir illu" á móti Kúrdum semsagt? Eða ertu kannski aðeins að tala um stjórnvöld Tyrklands og halda að allir sér og einn hlýði og séu sammála ákvarðanir stjórnvaldarinnar? Ef svo er það er rangt! Á síðustu 10 ár gerðu samtökin óháð stjórnvöldum svo mikið til að betrumbæta mannréttindi allra í Tyrklandi (ekki aðeins Kúrda). Það var varla hægt um að tala réttindi fólks til að gefa út bækur, dagblöð, stofna útvarps- eða sjónvarpsstöð á eigið tungumálum. Núna er það allt hægt. Núna kúrdiskir þingmenn þrýsta á réttindi fólks til að stunda nám í skólum í sinu eigið tungumáli (þaðð eru nú þegar minnihlutahópatungumálanámskeiðir). Annaðhvort veistu ekki um þessa þróun eða þú vilt horfa fram hjá henni.

Þú ert að tala um þjóðarmorð Kúrda en annaðhvort veistu ekki eða mannstu ekki eftir því (eða jafnvel horfa fram hjá) að þegar Saddam Hussein gerði árás á Kúrda flúðu hundrað þúsunda Kúrda til Tyrklands sem flottamenn. Enn flestir þeirra búa í Tyrklandi.

Til fróðleiks get ég líka sagt að Kúrdar eru stofnaðilar Tyrkneska lyýðveldisins og heyjuðu þeir sjálfstæðisbaráttu ásamt hinum þjóðum árin 1919-1923. Nöfn þeirra sem komu saman í upphafi sjálfstæðisbaráttunnar og tóku ákvarðanir geturu náð  í http://tr.wikipedia.org/wiki/Erzurum_Kongresi_Delegeleri

(flestir þeirra voru Kúrdar) 

Má líka bæta við að 2. og 8. forsetar Tyrklands voru Kúrdar. Nú setja yfir 250 Kúrdiskir þingsmenn úr 550 í þinginu.

Er þetta land sem er að búa sig undir þjóðarmorð?

En auðvitað getum við ekki litað fram hjá að Tyrkland á margt að gera í mannréttindamálum. Samt sem áður það þýðir ekki að þú eða einhver annar má rægja eða gera "hate-speech" og kalla fólk djöfull. 

Halim Hakan Durak (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 18:50

8 Smámynd: Mummi Guð

Sæll Halim og takk fyrir svarið.

Ég held að þú sért að misskilja mig illa. Ég tel mig vita mikið um deilur Tyrkja og Kúrda, þó ég sé ekki sérfræðingur í innanlandsmálum Tyrkja.

Ég tel að Kúrdar eigi rétt á að fá að stofna eigið ríki, Kúrdistan. Mér finnst líka að Kúrdar eigi að fá að vera í friði fyrir Tyrkjum og Írökum. Forsenda fyrir friði þarna er að sjálfsögðu að PKK hætti skæruhernaði.

Þú talar um að ég tali um þjóðarmorð Kúrda. Ég gerði það aldrei, aftur á móti talaði ég um að Tyrkir væru að undirbúa þjóðarmorð á Kúrdum og óhræddur þá minni ég fólk á að það verði ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir fremja þjóðarmorð.

Ég kallaði engan djöful, eins og þú heldur fram. Ég ber virðingu fyrir fólkinu sem býr í Tyrklandi, en ekki stjórnvöldum.

Mummi Guð, 19.12.2007 kl. 23:21

9 identicon

Sæll aftur

Mig gleður að þú greinir á milli fólks sem býr í Tyrklandi og stjórnvaldarinnar. (Ég vitnaði í Lárus varðandi hate speech ekki þú.)

Samt sem áður þú varst að segja að Tyrkir voru að búa sig undir þjóðarmorð á Kúrdum, og það vildi ég gagnrýna í fyrrverandi svarinu mínu.

Það er rétt að þjóðarmorð á Armenum var framið á Ottómanaveldi en má ekki gleyma heldur að Kúrdar líka tóku virkan þátt í þessu.

Halim Hakan Durak (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 18:52

10 Smámynd: Mummi Guð

Ég vona að þjóðarmorð sé ekki í uppsiglingu, en ég óttast það!

Mummi Guð, 23.12.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband