Skeljungur býður 12 króna afslátt af eldsneytisverði.
14.12.2007 | 16:37
Skeljungur hefur ákveðið að bjóða félögum í Ferðaklúbbnum 4x4 12 króna afslátt af eldsneytisverði frá 1. janúar 2008. Ef þú ert félagi í ferðaklúbbnum 4x4 og ert með "Shell Vildarvinur 4x4 félagsskírteini" þá færðu 12 krónu afslátt af eldsneytinu. Auk 12 krónu afsláttarins þá býður Skeljungur fjöldan allan af öðrum afsláttum til korthafanna og auk þess verða auglýst sérstaklega önnur tilboð og afslættir til korthafanna. Hægt er að sækja um kortið á síðu ferðaklúbbsins.
Mér finnst Skeljungur vera senda kaldar kveðjur til þeirra viðskiptavina sinna sem keyra um á fólksbílum og hafa ekki kost á að ganga í ferðaklúbbinn. 12 króna afsláttur er gríðarmikill afsláttur og mér finnst ósanngjarnt af Skeljungi að velta kostnaðinum á óbreytta eldsneytiskaupendur sem þekkja ekki afsláttafrumskóginn. Kannski er þetta afsláttur sem olíufélögin eru að gefa valinkunnum viðskiptavinum, en við sem kunnum ekki á afsláttarkjörin þurfum að borga fullt verð og greiða niður eldsneytisverðið til jeppakarlanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.