Smásagnasamkeppni.

Ég var að fá fréttabréf Málbjargar, en fyrir þá sem ekki vita þá er Málbjörg samtök fólks sem stama. Í fréttabréfinu er meðal annars kynnt smásagnasamkeppni sem Málbjörg er að efna til. Öllum er heimil þátttaka, en sögurnar verða að vera á íslensku og fjalla um stam á einn eða annan hátt. Dómnefnd er skipuð fólki sem stamar og sérfræðingum í ritsmíðum og velur hún bestu og sthyglisverðustu sögurnar. Nánari upplýsingar um smásagnasamkeppnina er að finna á heimasíðu Málbjargar.

Mér finnst þetta bráðsniðug hugmynd hjá Málbjörgu. Ég þekki vel til þessa máls þar sem einn sonur minn stamar, en því miður þá er lítið efni til um stam, hvort sem það er fræðsluefni eða sögur. Í flestum þeim sögum sem ég hef lesið þar sem sögupersóna stamar, þá er sá sem stamar oftast klikkaður eða minnipokamaðurinn í sögunni. En í rauninni er það ekki svo, þar sem flestir sem stama sem ég þekki eru bráðgáfað og skemmtilegt fólk. En þið sem lesið þetta og þykist vera með smá rithöfund í ykkur, endilega skrifið eina stutta og góða sögu og sendið hana inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband