Þungur dómur.
11.12.2007 | 16:56
Ég er nokkuð viss um að margir öfgafeministar finnist þetta þungur dómur, þar sem það virðist vera sannfæring þeirra að karlar nauðga, en konur nauðga ekk. Ef karlmaður myndi gera þetta við tólf ára stúlku sem þessi kona gerði þá yrði allt brjálað, en það er í lagi að kona geri þetta. Það sýnir bara að konan sé heilbrigð og klár að ná sér í unga hjásvæfu og ekki er verra að hún gerði það fyrir framan karlinn.
Núna var í fréttum fyrir örfáum vikum að vestrænar konur flykkjast til Kenía í kynlífsferðir. Þær leigja sér unga menn og oft leigja þær sér nokkra menn og láta þá þjóna sér á meðan dvöl þeirra stendur. Fréttin var á léttum nótum og var talað við kynlífsþrælana og voru þeir hæstánægðir með þetta líferni sitt. Fá borgað og í staðinn þurfa þeir að sofa hjá konunum. Ef þessi frétt væri með öfugum formerkjum, karlar að kaupa sér svona þjónustu í vanþróuðu landi þá væri allt brjálað og karlarnir sakaðir um mannsal og þrælahald, en ekki í þessari frétt konur mega fara í kynlífsferðir.
29 ára kona eignaðist barn með 14 ára pilti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það yrði allt vitlaust ef þetta væri öfuggt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.12.2007 kl. 17:00
Sammála. Ég varð heldur ekkert smá hneykslaður í fréttinni um Keníaferðirnar, þar var þetta frétt í gamansömum tón.
Mummi Guð, 11.12.2007 kl. 17:12
maður heyrir aldrei í feministunum í sambandi við þessi dæmi. ekki man ég til þess að þeir hafi nú e-ð talið tilefni til að fordæma þessar ferðir á sínum tíma þegar þetta var í fréttum hérna. reyndar þvert öfugt las ég það á bloggi hjá nokkrum af þessum konum sem kenna sig við öfga feminisma að þetta væri nú allt í lagi, kváðu þetta sumar góða leið til jafnréttis!
það er staðreynd að konur fá uppí 50 - 90% afslátt af refsingum hérna á landi og á norðurlöndum, fyrir það eitt að vera kona. væri gaman að heyra hvað feministum fyndist um það og hvort "öryggisráðið" þeirra væri til í að taka það mál upp á sína arma og berjast fyrir "jafnrétti" þar eins og annar staðar.
Leifur A (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 17:29
Sammála ykkur. Nú þegja öfgafemmurnar hér þunnu hljóði. Finnst öruggleg þetta allt saman vera "eðlilegt" a.m.k. meðan svona nokkuð gerist í þróunarlöndunum. Þær verða seint sakaðar um manngæsku og samúð þegar kemur að fólki sem er misnotað í þróunarlöndum. Þær eru svo sjálfhverfar blessaðar og þröngsýnar, að þær sjá ekki það sem miður fer erlendis í jafnréttis- og mannréttindamálum.
Sigurkarl Ísleifsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 17:30
Hvað meinarðu, er þetta ekki of langt gengið?
Síðan hvenær hafa öfgafemínistar sagt kynferðislega misnotkun á drengjum vera síðri en á kvenmönnum?
Ég veit ekki betur en að femínistar berjist flestir fyrir frelsi allra barna til þess að fá að eiga líkama sinn í friði.
Þú tala um að allt yrði brjálað ef þetta hefði verið stúlka. Er vandinn ekki frekar staðsettur í hinu liðinu, hjá karlmönnunum? Þið virðist almennt kippa ykkur minna upp við svona fréttir. Það er alla vega ekki annað að sjá á blogginu hérna á mbl.
Mér finnst sorglegt að sjá femínista verða fyrir barðinu á frekjum og vitleysingum sem kenna þeim um allt sem miður fer í þessu landi. Hvernig dettur þér í hug að þeim sé ekki annt um ofbeldi gegn drengjum?
Það getur velverið að þessir öfgafemínistar berjist mikið á röngum vístöðvum og fáránlegum, ég er því heilshugar sammála að þær þurfi að taka sig á, en þetta er bara of langt gengið.
Mér finnst þú vera einhverskonar öfgakennd týpa, veit bara ekki hvað ég á að kalla þig og helst ekki neitt. Þú ert eflaust bara reiður og það er svosem skiljanlegt.
Anna Lilja, 11.12.2007 kl. 17:34
Mér þætti gaman að sjá ykkur Mumma og Sigurkarl koma fram með þann femínista sem finnst það allt í lagi að misnota 12 ára stráka kynferðislega. Málflutnigur ykkar hér er ykkur ekki til framdráttar.
Og varðandi það að "allt yrði vitlaust" ef dæmið væri öfugt. Nýlega var verið að dæma mann alfarið í skilorðsbundna refsingu (mun s.s. ekkert sitja inni) fyrir sambærilegt mál þar sem stúlkan var 13 ára. Hvar voruð þið félagarnir að hneykslast þá?
Svala Jónsdóttir, 11.12.2007 kl. 18:15
Nú verða ofgafeministakellingarnar vitlausar út í þig Mummi
Fríða K (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 18:48
Það þarf ekki öfga-femínista til, til að verða vitlausa út í Mumma sem held ég fari með rangt mál. Svala J. nefnir ágætt dæmi hér á landi, þar sem maður var dæmdur í skilorð fyrir kynferðislegt ofbeldi við 13 ára stúlku. Allt kynferðislegt ofbeldi í garð barna er hryllilegt, hvort sem gerandinn er kona eða maður og var konan að sjálfsögðu ofbeldismaðurinn, mér finnst þessi dómur hins vegar alltof mildur í hennar garð og í báðum þessum dómum reyndar.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 20:19
Mummi, afhverju heldur þú að "öfgafemistum" finnist þetta þungur dómur? Þú ert greinilega mjög illa að þér í hvað "öfgafeministum" finnst um kynferðisafbrot af þessu tagi.
Mér finnst ótrúlegt hvað margir blogga um þessa frétt og kalla eftir viðbrögðum feminsta eins og þeir láti bara ekkert heyra í sér. Það er bara fullt af feminsitum sem hafa sagt skoðun sína á þessu máli - en enginn hefur reynt að réttlæta hegðun konunnar nema einn og einn karlmaður. Sorglegt!
Reynum að standa saman en ekki byrja strax með skítkast út í einhverja hópa og væla yfir því að þeir bregðist ekki við - sem er í fyrsta lagi ósatt og í öðru lagi ósatt.
Anna (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 08:59
Kannski vegna þess að það er alltaf barist gegn ofbeldi gegn konum. Það gefur ákveðin skilaboð.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.12.2007 kl. 13:41
Lifir þessi sænska kona bara ekki í draumaheimi öfgafemmunnar ?
Stefán (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 14:54
Mér finnst öfgafeminstar á mörgu leyti að berjast fyrir röngum hlutum og á rangri forsendu. Eins og barátta öfgafeminsta hefur verið að undanförnu þá hefur maður á tilfinningunni að þær séu frekar að berjast gegn karlmönnum og eru duglegri að rakka þá niður heldur en að lyfta kvenmönnum upp til skýjanna.
Ég er maður jafnréttis og vill hafa eins mikið jafnrétti og unnt er, en mér finnst alltaf sárt hvernig öfgafeminstar reyna að dæma alla karlmenn og þar á meðal mig vegna glæpa karlmanna eða vegna launamisréttis eða annars óréttlætis.
Þess vegna var þessi færsla mín skrifuð. Ég var að dæma alla öfgafeminista fyrir hluti sem ein kona gerði, þó ég viti að feminstar geta ekki borið ábyrgð á henni. Ekki frekar en ég geti borið ábyrgð á launamisréttinu.
Mummi Guð, 12.12.2007 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.