Yfirlýsing frá mér vegna afmælis eða jólagjafar.
6.12.2007 | 15:43
Ég vil setja inn yfirlýsingu frá mér vegna jóla og afmælisgjafar. Þið sem eru að hugsa um gjafir handa mér, þá vil ég taka sérstaklega fram að ég kæri mig ekki um að fá Búbbana á DVD í pakkann.
Athugasemdir
hmmm,,,, en hvað með stubbana í DVD?
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 17:51
Hvað eru búbbar?
Lady Elín, 6.12.2007 kl. 18:18
Magga, mér finnst Stubbarnir í góðu lagi við eigum meira að segja DVD disk með þeim og ég get alveg horft á þá með Hugin.
Elín, þú ert mjög heppin að vita ekki hvað Búbbarnir eru. Búbbarnir er íslenskur brúðumyndaflokkur sem er gerður með Prúðuleikarana sem fyrirmynd, nema það að Búbbarnir gerast á sjónvarpsstöð en ekki í leikhúsi. Brúðurnar eru flottar og nokkuð lagt í þættina nema handritið, sem gerir Búbbana að leiðinlegasta þætti sem gerðir hafa verið.
Ég sá í dag að það er verið að auglýsa að Búbbarnir eru komnir á DVD og þess vegna skellti ég inn þessari yfirlýsingu.
Mummi Guð, 6.12.2007 kl. 18:26
Elsku ástin mín, hvað geri ég nú? Keypti Búbbana handa þér í dag.
Ætti ég kannski að skipta á þeim og plötunni með Geir Ólafs?
Fjóla Æ., 6.12.2007 kl. 23:04
Þú rétt ræður. Ef ég fæ diskinn með Geir Ólafs þá mun ég spila hann öll jólin og ég MEINA ÖLL JÓLIN. Ég myndi koma með geislaspilara upp í svefnherbergi og spila hann alla nóttina líka!
Mummi Guð, 7.12.2007 kl. 00:00
Þetta er nú svolítið heví hótun að spila Geir Ólafs allan sólarhringinn
Þú veist að það gæti valdið varanlegri sturlun !
Anna Gísladóttir, 7.12.2007 kl. 08:47
Sá á kvölina sem á völina......búbbarnir allan sólarhringinn eða Geir Ólafs ??
Gerða Kristjáns, 7.12.2007 kl. 22:51
Þú færð barbí frá mér, engar áhyggjur, kannski búbbabarbí???
Hafrún Eva (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.